Norðmenn óttast tvísköttun Færeyinga

Norskar útgerðir lýsa áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum færeyskra stjórnvalda á …
Norskar útgerðir lýsa áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum færeyskra stjórnvalda á tekjuskatti færeyskra sjómanna sem starfa um borð í norskum skipum. Ljósmynd/Fiskebåt

Færeyskir sjómenn sem starfa á norskum skipum geta lent í því að fá kröfu um 35% tekjuskatt frá færeyskum yfirvöldum til viðbótar við þann tekjuskatt sem þeir þegar greiða í Noregi.

Þetta fullyrða samtök útgerða og sjómanna í Noregi sem lýsa áhyggjum af stöðu færeysku sjómannanna.

Færeysk yfirvöld vinna að því að breyta ákvæðum laga þannig að Færeyingar sem starfa á norskum skipum séu skattaðir á sama hátt og landar þeirra á færeyskum skipum.

Veruleg aukning skattbyrði

„Fyrirhugaðar breytingar fela í sér verulega aukningu á skattbyrði færeyskra sjómanna. Lágmarksskattur upp á 35%, ásamt takmörkuðum möguleikum til frádráttar og breytingar á greiðslu í félagslega sjóði mun gera það fjárhagslega krefjandi fyrir færeyska sjómenn að starfa um borð á norskum skipum,“ segir í bréfi fimm samtaka útgerðarmanna og sjómanna í Noregi sem sent var til færeyskra yfirvalda.

Hvetja norsku útgerðasamtökin Fiskebåt ásamt vélstjórsambandi Noregs (Det Norske Maskinistforbund), sjómannasambandi Noregs (Norsk Sjømannsforbund), félags norskra skipstjórnarmanna (Norsk Sjøoffisersforbund) og samtökum kaup- og þjónustuskipaútgerða (Kystrederiene) færeysk stjórnvöld til að gera umbætur á fyrirhuguðum skattkerfisbreytingum.

Fullyrt er í bréfinu að gildandi fyrirkomulag hafi tryggt „stöðuga og sanngjarna samvinnu milli landa okkar. Þegar þetta breytist óttumst við að færeyskir sjómenn verði fyrir tvísköttun sem veikir ekki aðeins fjárhagslegt öryggi þeirra heldur gerir það líka minna aðlaðandi fyrir Færeyinga að starfa um borð í norskum skipum og fyrir norsk skipafélög að ráða færeyskar áhafnir.“

Óttast launakröfur

Fyrrnefnd fimm norsk hagsmunasamtök hafa einnig sent norskum stjórnvöldum bréf vegna málsins. Þar er vandamálinu lýst á nokkuð annan veg og segja samtökin að fyrirhugaðar breytingar kunna að brjóta gegn ákvæðum samninga Norðurlanda um tvísköttun.

„Verði ekki brugðist við þessu geta afleiðingarnar orðið auknar launakröfur færeyskra sjómanna til að bæta upp nettótap sem mun gera norskum skipafélögum dýrara að ráða Færeyinga í áhöfn,“ segir í bréfinu til norskra yfirvalda.

Í hvorugu bréfinu er því lýst hvernig innheimta skatta af færeyskum sjómönnum sé nú háttað og því erfitt að átta sig á því hvernig umrædd tillaga er brot á gildandi samningum. Almennt er viðurkennt á Norðurlöndunum að einstaklingur er með ótakmarkaða skattskyldu þar sem hann er með skattalega heimilisfesti, s.s. þar sem viðkomandi er skráður til heimilis. Það geta þó verið frávik og undanþágur frá slíku við ákveðnar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.24 650,41 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.24 365,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.24 433,43 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.24 268,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.24 213,90 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.24 294,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.24 237,42 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.12.24 394,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 13.735 kg
Þorskur 6.073 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 61 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 20.155 kg
14.12.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 635 kg
Ýsa 548 kg
Steinbítur 265 kg
Langa 34 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.495 kg
13.12.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 417 kg
Langa 219 kg
Steinbítur 116 kg
Ýsa 76 kg
Karfi 16 kg
Samtals 844 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.24 650,41 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.24 365,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.24 433,43 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.24 268,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.24 213,90 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.24 294,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.24 237,42 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.12.24 394,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 13.735 kg
Þorskur 6.073 kg
Steinbítur 280 kg
Langa 61 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 20.155 kg
14.12.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 635 kg
Ýsa 548 kg
Steinbítur 265 kg
Langa 34 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.495 kg
13.12.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 417 kg
Langa 219 kg
Steinbítur 116 kg
Ýsa 76 kg
Karfi 16 kg
Samtals 844 kg

Skoða allar landanir »