Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Þjónustufulltrúi á Siglufirði

Fjölbreytt starf þjónustufulltrúa hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystrameð starfsstöð á Siglufirði, er laust til umsóknar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt og krefjandi skrifstofustarf.

Starfið felst í vinnslu sérverkefnis tengútgáfu leyfisbréfa til löggiltra fasteigna-, fyrirtækja- og skipasalaauk vinnslu annarra sérverkefna embættisins, sem unnin eru í teymi starfsfólks.

Að auki felast í starfinu fjölbreytt afgreiðsluverkefni og afleysingar vegna þeirra fjölmörgu málaflokka sem sýslumannsembættið sinnir sem og þeirra verkefna sem unnin eru í umboði annarra stofnanaÞjónustufulltrúi vinnur að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt gildandi lögum og verkferlum.

Hæfniskröfur

Starfsreynsla og þekking sem nýtist vel í starfi
Góð þekking og færni á helstu tölvuforritum
Hæfni til tileinka sér ýmis sérhæfð tölvukerfi nauðsynleg
Vandvirkni og ögun í vinnubrögðuog skipulagsfærni
Mjög gott frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Framúrskarandi þjónustulund
Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Góð íslensku- og enskukunnátta

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Með umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur, auk annarra atriða sem máli kunna að skipta. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið er fram að umsóknir geta gilt í 6 mánuði, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Allir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra leggur áherslu á góða þjónustu og öfluga liðsheild og mjög góðan starfsanda.Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika. Skrifstofur embættisins eru á Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Dalvík og Þórshöfn og starfsfólk er 25 talsins.

Embættið annast verkefni á borð við umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, innheimtu skatta og annarra gjalda, starfrækir umboð Sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum og fer með ýmsa málaflokka á borð við fjölskyldumál og fullnustugerðir.

Sýslumenn fara með framkvæmdavald ríkisins í héraði og veita margvíslega opinbera þjónustu um land allt, ýmist rafrænt eða á fjölmörgum skrifstofum sýslumanna. Nýr kafli er hafinn í sögu embættanna sem byggir á tækniframförum, stafrænni vegferð og þróun þjónustulausna.

Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir Eydís Eyjólfsdóttir skrifstofustjóri í síma 458-2600 eða um netfangið eydis.eyjolfsdottir@syslumenn.is

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2025. Sótt er um starfið á starfatorg.is

 

Sett inn: 24. feb.

Þjónustufulltrúi á Siglufirði

Skráð 24. feb.
Staðsetning Norðurland
Starfssvið Sérfræðistörf Skrifstofustörf Ýmis störf
Starfshlutf. Fullt starf
Ums.frestur 13. mars

Nýjustu störfin