Sýslumaðurinn á Austurlandi

Löglærður fulltrúi sýslumanns

Sýslumaðurinn á Austurlandi auglýsir starf löglærðs fulltrúa laust til umsóknar, með starfsstöð á Eskifirði. 

Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að stjórnsýslumeðferð fjölmargra málaflokka sem sýslumenn annast. Um fullt starf er að ræða og er gert ráð fyrir að nýr fulltrúi hefji störf á fyrri hluta ársins 2025. 

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi.
  • Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
  • Almenn ökuréttindi.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að taka þátt í mikilvægum verkefnum embættisins og þjónustu við íbúa og lögaðila á Austurlandi.

Sótt er um starfið á https://island.is/starfatorg/x-41173

Umsóknarfrestur er til 28. mars.

 

Sett inn: 7. mar.

Löglærður fulltrúi sýslumanns

Skráð 7. mar.
Staðsetning Austurland
Starfssvið Sérfræðistörf
Starfshlutf. Fullt starf
Ums.frestur 28. mars

Nýjustu störfin