Eitt mikilvægasta starfið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það er mjög auðvelt að vaxa og dafna í starfi hjá Árvakri. Þú færð tæki­færi til að spreyta þig á ólík­um stöðum og í ólík­um verk­efn­um. Þú færð mikla hvatn­ingu frá sam­starfs­fólki þínu og frá yf­ir­mönn­um. Þar sem við för­um oft út fyr­ir kass­ann þá skipt­ir miklu máli að all­ir séu í sama liðinu. Þú færð að kynn­ast svo ótrú­lega mörgu ólíku fólki, færð að hlusta á sög­ur þeirra og færð að segja frá þeim. Þetta geta verið hræðileg­ar sög­ur, aðdá­un­ar­verðar sög­ur og áhuga­verðar.

    Svo er líka þessi hug­mynd að maður sé ein­hvern veg­inn að gera þetta sam­fé­lag að betri stað. Að maður sé að varpa ljósi á það sem skipt­ir máli, vanda­mál og eitt­hvað sem mætti bet­ur fara. Og von­ar svo að það verði bætt,“ seg­ir Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir blaðamaður Morg­un­blaðsins og kvöld­frétta­stjóri. „Hvort sem það er að knýja á um ein­hverj­ar breyt­ing­ar eða að veita stjórn­mála­mönn­um eitt­hvert aðhald. Og bara upp á lýðræðið og jafn­vel bara tungu­málið.“

    Að finna til­gang

    Starfs­fólk Árvak­urs fær fag­leg­an stuðning í starfi sem dreg­ur fram það besta í hverj­um og ein­um. Hvatt er til list­ræns frels­is í efnis­tök­um mál­efna og sjálf­stæðis. Störf Árvak­urs skipta máli fyr­ir sam­fé­lagið enda er fyr­ir­tækið leiðandi afl í þjóðfé­lagsum­ræðunni.

    Hjá Árvakri finn­ur starfs­fólk til­gang með störf­um sín­um og veit að það get­ur haft áhrif á sam­fé­lagsum­ræðuna í gegn­um störf sín. Próf­arka­les­ar­ar Morg­un­blaðsins hafa lengi þótt ein­ir helstu sér­fræðing­ar um tungu­málið sem fyr­ir­finn­ast í land­inu og höf­um við sem fjöl­miðill áhrif á varðveislu ís­lensk­unn­ar í gegn­um það.

    Góður blaðamaður veit að það er í hans hlut­verki að leyfa rödd­um sam­fé­lags­ins að hljóma. Því er svo mik­il­vægt að Árvak­ur hlusti á fólkið sitt. „Góður blaðamaður þarf að geta látið frá­sagn­ir viðmæl­and­ans skína í gegn­um sitt ljós,“ seg­ir Ásthild­ur Hann­es­dótt­ir verk­efn­is­stjóri sem hef­ur fengið skemmti­leg tæki­færi til að láta ljós sitt skína þvert á deild­ir fyr­ir­tæk­is­ins.

    Alltaf á tán­um

    Anna Rún Frí­manns­dótt­ir blaðamaður Morg­un­blaðsins tek­ur í sama streng. „Heim­ur­inn er að tengj­ast meira og fólk ætl­ast til þess að fá upp­lýs­ing­ar hratt og vel þannig að blaðamenn verða að vera alltaf á tán­um og  kynna sér mál­efn­in vel. Ég held að þetta sé eitt mik­il­væg­asta starf sem þú finn­ur í dag,“ seg­ir hún.  

    Eitt af mark­miðum Árvak­urs er að frétt­irn­ar nái til unga fólks­ins. „Sum­ir segja unga fólkið ekki hafa áhuga á frétt­um eða stjórn­mál­um, því er ég ekki sam­mála. Mér þykir ótrú­lega vænt um að fá að vera full­trúi minn­ar kyn­slóðar í fjöl­miðlum. Við unga fólkið fylgj­umst með og það er hlut­verk okk­ar að færa þeim efni sem þau hafa áhuga á,“ seg­ir Hólm­fríður.

    Ef þú vilt starfa á vinnustað þar sem þú færð tæki­færi til að verða leiðandi í þínu fagi og blómstra í starfi, þá bjóðum við þér upp á að sækja um vinnu hjá Árvakri hér.

    Árvak­ur gef­ur út Morg­un­blaðið og rek­ur frétta­vef­inn mbl.is auk út­varps­stöðva. Morg­un­blaðið, sem var fyrst gefið út árið 1913, nær til 40% lands­manna í hverri viku og mbl.is, sem sett­ur var í loftið árið 1998, er einn mest sótti vef­ur lands­ins og hef­ur verið það frá upp­hafi.

    mbl.is