Fann strax að hér vildi ég vera

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég fann það um leið og ég gekk hér inn á vinnustaðinn að hér vildi ég vera. Mér fannst ég strax til­heyra, sem skipt­ir miklu máli þegar maður hef­ur störf á nýj­um stað. Það var tekið gríðarlega vel á móti mér en á sama tíma var mér dýft á bólakaf í djúpu laug­ina og mér treyst fyr­ir krefj­andi verk­efn­um, al­veg frá upp­hafi. Ég þurfti því að vera snögg að til­einka mér tungu­mál vinnustaðar­ins og setja mig inn í öll mál. Á þeim tíma sem ég hef unnið hér hef ég lært ótal margt og aukið við þekk­ingu mína á hinum ýmsu sviðum,“ seg­ir Anna Rún Frí­manns­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu. 

    Starfs­fólk Árvak­urs fær fag­leg­an stuðning í starfi sem dreg­ur fram það besta í hverj­um og ein­um. Hvatt er til list­ræns frels­is og sjálf­stæðis í efnis­tök­um mál­efna. Störf Árvak­urs skipta máli fyr­ir sam­fé­lagið enda er fyr­ir­tækið leiðandi afl í þjóðfé­lagsum­ræðunni.

    „Við fáum al­veg ótrú­lega mikið traust, og þegar manni er sýnt traust þá get­ur maður vaxið í starfi. Það er einnig al­veg gríðarlega gott að finna að maður er ekki einn á báti. Hér eru reynslu­bolt­ar í hverju horni. Fólk er alltaf til­búið að gefa manni ráð og veita manni stuðning og við fáum frelsi til að koma hug­mynd­un­um okk­ar í far­veg og vinna þær. Mér finnst það gríðarlega mik­il­vægt í mínu starfi,“ seg­ir Anna Rún.

    Stuðning­ur og hvatn­ing

    Í 110 ár hef­ur Árvak­ur verið leiðandi afl í sam­fé­lag­inu og þar sem stór hluti starfs­fólks er með lang­an starfs­ald­ur þá mynd­ast svig­rúm fyr­ir stuðning og hvatn­ingu í starfi. Áskor­un vinnu­markaðar­ins er að búa til fyr­ir­tækja­menn­ingu þar sem sann­gjörn sam­skipti og vin­skap­ur er í önd­vegi. Það er erfitt að blómstra í starfi þegar maður upp­lif­ir sig ein­an á báti og án stuðnings og hvatn­ing­ar frá sam­starfs­fólki og yf­ir­mönn­um.

    „Sam­skipt­in hér inn­an­húss ein­kenn­ast svo sann­ar­lega af hlýhug og virðingu því ég hef ekki enn lent í því að koma að lokuðum dyr­um ef mig hef­ur vantað aðstoð við eitt­hvað. Hér er fólk sem er hokið af reynslu og ávallt til­búið að miðla henni áfram sem er ein­stak­lega dýr­mætt ef það á að halda hjól­un­um vel smurðum og gang­andi. Hér sann­ast það kannski líka best að komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig,“ seg­ir Anna Rún.

    Treyst fyr­ir mik­il­væg­um verk­efn­um

    Hjá Árvakri leit­um við eft­ir hæfi­leika­ríku fólki, fólki með metnað og eld­móð. Sum­ir koma beint úr námi, aðrir eru fædd­ir til að vera í fjöl­miðlum. Tök­um Ásthildi Hann­es­dótt­ur verk­efna­stjóra sem dæmi. „Mér finnst vinn­an hafa hjálpað mér að vaxa og dafna í starfi og einnig per­sónu­lega,“ seg­ir Ásthild­ur.

    „Mér var hent í djúpu laug­ina og var gefið traust til að feta mig áfram á hinum ýmsu sviðum. Ég hef skrifað þvert á miðla, sem dæmi grein­ar og frétt­ir inn á Smartlandið, Mat­ar­vef­inn og fyr­ir K100. Svo bauðst mér að fara í Dag­mál og fóta mig fyr­ir fram­an mynda­vél­ina sem var mjög skemmti­legt líka. Ég hefði aldrei haft trú á að ég gæti þetta allt en kannski hafa stjórn­end­ur Árvak­urs séð í mér eitt­hvað sem ég vissi ekki að ég gæti sjálf,“ seg­ir Ásthild­ur.

    Einn af kost­un­um við að vinna hjá Árvakri er að þar koma sam­an reynslu­bolt­ar úr at­vinnu­líf­inu sem og ungt fólk sem stefn­ir hátt. Sam­an set­ur þetta fólk skemmti­leg­an svip á líf­leg­an vinnustaðinn.

    „Það er mik­il hvatn­ing að vinna fyr­ir stór­an, öfl­ug­an og mik­il­væg­an fjöl­miðil á Íslandi og vera svo jafn­framt að vinna með góðu og sterku fólki. Stjórn­end­ur eru með skýra sýn á hvernig við sjá­um fjöl­miðla okk­ar þró­ast á kom­andi árum. Kröf­ur og þarf­ir les­enda okk­ar eru einnig breyti­leg­ar í síkviku fjöl­miðlaum­hverfi og vilj­um við bregðast við því,“ seg­ir Pálmi Guðmunds­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri og nú for­stöðumaður þró­un­ar­mála hjá Árvakri.

    Ef þú vilt starfa á vinnustað þar sem þú færð tæki­færi til að verða leiðandi í þínu fagi og blómstra í starfi, þá bjóðum við þér upp á að sækja um vinnu hjá Árvakri hér.

    Árvak­ur gef­ur út Morg­un­blaðið og rek­ur frétta­vef­inn mbl.is auk út­varps­stöðva. Morg­un­blaðið, sem var fyrst gefið út árið 1913, nær til 40% lands­manna í hverri viku og mbl.is, sem sett­ur var í loftið árið 1998, er einn mest sótti vef­ur lands­ins og hef­ur verið það frá upp­hafi.

    mbl.is