„Láttu okkur sjá um fræðslumálin“

Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias mælir með því að fyrirtæki …
Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias mælir með því að fyrirtæki bjóði upp á öfluga vinnustaðafræðslu til að laða fram það allra besta í starfsfólki. mbl.is/Aðsend

„Vinnustaðaskóli Aka­dem­i­as er lang­vin­sæl­asta þjón­ust­an okk­ar og í dag eru hátt í 100 fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og stofn­an­ir sem byggja fræðslu­starf sitt í kring­um hann. Mörg hundruð vinnustaðir í viðbót kaupa stök nám­skeið, grein­ing­ar og fram­leiðslu af okk­ur,“ seg­ir Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Aka­dem­i­as.

Vinnustaðaskól­inn er heild­stæð áskrift­arþjón­usta á sviði fræðslu­mála sem veit­ir vinnu­stöðum af öll­um stærðum og gerðum tæki­færi til að bjóða upp á þarfamiðað og öfl­ugt fræðslu­starf sem er sér­sniðið að þeirra um­hverfi og mark­miðum. Aka­dem­i­as er í tvíþætt­um rekstri; ann­ars veg­ar er það stjórn­enda­skól­inn og hins veg­ar ra­f­ræn­ar fræðslu­lausn­ir.

„Við segj­um oft í kynn­ing­um og á fund­um: „Láttu okk­ur sjá um fræðslu­mál­in“ en Aka­dem­i­as á yfir 180 ra­f­ræn nám­skeið fyr­ir fram­línu­fólk og stjórn­end­ur sem við sníðum verk­efni, próf, vinnu­stof­ur, kahoot-leiki og fleira í kring­um. Við grein­um fræðsluþarf­ir og hjálp­um vinnu­stöðum að virkja stjórn­end­ur til að búa til fræðslu­menn­ingu. Eins vinn­um við maður á mann með stjórn­end­um við að skipu­leggja fræðslu­starfið. Við erum með stóra fram­leiðslu­deild en jafn­framt með tækni­fólk sem aðstoðar við allt er snýr að kennslu­kerf­um,“ seg­ir Guðmund­ur.

Fræðslu­efnið verður að hitta í mark

Ráðgjafat­eymi Aka­dem­i­as hef­ur um­sjón með öll­um viðskipta­vin­um sem eru í áskrift að þjón­ustu. „Hlut­verk ráðgjaf­anna er að tryggja þróun öfl­ugs fræðslu­starfs sem stuðlar að aukn­um ár­angri í starf­sem­inni og skil­ar vinnustaðnum enn hæf­ari starfs­manna­hópi. Þessu náum við fram með nokkr­um lyk­ilþátt­um. Í fyrsta lagi fram­kvæm­um við reglu­lega grein­ingu á fræðsluþörf­um, skref sem trygg­ir að ákv­arðanir í fræðslu­mál­um bygg­ist á traust­um þekk­ing­ar­grunni um raunþarf­ir í mála­flokkn­um.

Þá höf­um þróað aðferðafræði sem miðar að því að virkja lyk­il­stjórn­end­ur til þátt­töku bæði hvað varðar mót­un fræðslu­starfs­ins sem og fram­kvæmd þess. Áskrift­in fel­ur þá líka í sér aðgengi að um 180 ra­f­ræn­um nám­skeiðum sem textuð eru á ensku og fleiri tungu­mál­um. Nám­skeiðin eru flokkuð í sjö flokka, auk verk­færa og fræðslu­lausna sem við höf­um þróað í sam­starfi við viðskipta­vini okk­ar á und­an­förn­um árum,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við: „Að lok­um fel­ur Vinnustaðaskóli Aka­dem­i­as í sér mót­un og fram­leiðslu á sér­tæku náms­efni fyr­ir hvern og einn viðskipta­vin. Þessi þjón­ustuþátt­ur ger­ir okk­ur kleift að mæta viðskipta­vin­um okk­ar þar sem þeir eru í dag og fram­leiða beint inn í þarf­ir þeirra,“ seg­ir hann.

Klæðskerasniðið fræðslu­efni er lyk­il­atriði þegar kem­ur að aukn­um ár­angri vinnustaða að mati Guðmund­ar. „Þar sem til­búið hillu­efni nær sjaldn­ast að svara öll­um þeim sér­tæku þörf­um sem til staðar eru. Á þenn­an hátt ger­um við vinnu­stöðum kleift að þróa sína eig­in nýliðafræðslu, móta sér­sniðin þjón­ustu­nám­skeið eða búa til kennslu­mynd­bönd og sýni­kennslu sem eru sér­tæk fyr­ir þeirra um­hverfi og starfsaðstæður, allt eft­ir því hvað aðstæður þeirra kalla á.“

Kost­ur­inn fyr­ir vinnustaði að hafa aðgang að svona stóru safni af nám­skeiðum er að þegar búin eru til sér­tæk nám­skeið þá er hægt að nýta einn eða fleiri kafla úr nám­skeiðum sem til eru og bæta þeim við efni sem er búið til frá grunni. „ Það skap­ar hagræði fyr­ir vinnustaði því þarf­irn­ar eru mjög ólík­ar á milli vinnustaða og at­vinnu­geira,“ seg­ir hann.

Hvergi að finna meiri sér­fræðinga í fag­inu

Leiðarljós Guðmund­ar í starfi er að vinnustaðir nái ár­angri. „Ég þori jafn­framt að full­yrða að hvergi á Íslandi er jafn mik­il reynsla og þekk­ing á fræðsluþörf­um eins og í Aka­dem­i­as-hópn­um, en sú þekk­ing er viðskipta­vin­um okk­ar ómet­an­leg. Við erum áskrift­arþjón­usta en öll okk­ar orka og tími fer í að tryggja að vinnustaðir nái ár­angri.“

Hvernig fram­kvæmið þið grein­ing­ar á fræðsluþörf­um?

„Grein­ing fræðsluþarfa fer fram í gegn­um spurn­ingalista­könn­un sem við höf­um þróað. Grein­ing­ar­tækið er ein­falt en um leið öfl­ug leið til þess að kort­leggja fræðsluþarf­ir inn­an vinnustaða. Gögn­in eru grein­an­leg niður á svið, deild­ir og hópa. Allt eft­ir því hvað hent­ar best á hverj­um stað fyr­ir sig. Mark­mið með slíkri grein­ingu er að koma í veg fyr­ir sóun, að ekki sé verið að fjár­festa í fræðslu sem eng­in þörf er á.

Með því að byrja á grein­ingu sem þess­ari þá verður öll ákv­arðana­taka í kjöl­farið mun ein­fald­ari. All­ar aðgerðir í mála­flokkn­um stuðla þá að aukn­um ár­angri þar sem fræðslu­starfið verður hnit­miðaðra í takt við raun­veru­leg­ar þarf­ir starfs­fólks og stjórn­enda. Af þess­um ástæðum er þetta yf­ir­leitt fyrsta skrefið í þjón­ustu okk­ar,“ seg­ir Guðmund­ur.

Nýta Aka­dem­i­as sem fræðslu­deild sína

Eru fyr­ir­tæki að út­vista fræðslu­starfi sínu nú í meira mæli en áður?

„Við höf­um fundið fyr­ir aukn­um takti í þessa átt á und­an­förn­um árum og höf­um sam­hliða því þróað þjón­ustu okk­ar þannig að vinnustaðir geta í raun nýtt Aka­dem­i­as sem fræðslu­deild sína, óski þeir þess. Al­gengt er að tíma­skort­ur standi í vegi fyr­ir öfl­ugu fræðslu­starfi, oft er mála­flokk­ur­inn á borði eins aðila sem oft á tíðum þarf að dreifa at­hygli sinni á milli ólíkra verk­efna.

Með áskrift að Vinnustaðaskóla Aka­dem­i­as geta vinnustaðir sótt alla þá aðstoð og þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda. Eng­in verk­efni tengd fræðslu­mál­um eru öfl­ugu ráðgjafat­eymi okk­ar óviðkom­andi. Við út­veg­um fræðslu­lausn­ir og get­um aðstoðað en jafn­framt sinnt öll­um verk­efn­um fræðslu­starfs­ins, allt eins og viðskipta­vin­ir kjósa,“ seg­ir Guðmund­ur.

Það sem vek­ur at­hygli er hvað kenn­ara­hóp­ur­inn er fjöl­breytt­ur. „Kenn­ar­ar Aka­dem­i­as eru mörg hundruð í dag. Við gef­um út ný nám­skeið og lausn­ir í hverj­um mánuði sem all­ir okk­ar viðskipta­vin­ir fá inn í kennslu­kerf­in sín án auka­kostnaðar á meðan þeir eru í áskrift. Í hverj­um mánuði spyrj­um við jafn­framt viðskipta­vini okk­ar um áskor­an­ir þeirra og hvort það sé þörf á efni sem er ekki í safn­inu en ætti að vera þar.

Allt nýtt efni sem við fram­leiðum í dag eru nám­skeið sem viðskipta­vin­ir óska eft­ir. Við fram­leiðum nám­skeiðin án auka­kostnaðar og þegar það er til­búið fær sá sem ósk­ar eft­ir efn­inu sem og all­ir aðrir viðskipta­vin­ir aðgang að nám­skeiðinu,“ seg­ir Guðmund­ur og úskýr­ir þátt leik­ara í kenn­ara­starf­inu. „Leik­ar­arn­ir sem starfa með okk­ur geta flutt nám­skeið sem við fram­leiðum fyr­ir viðskipta­vini, en jafn­framt velja sér­fræðing­arn­ir, kenn­ar­arn­ir, sem við störf­um með oft að fá leik­ara til að flytja efnið sitt.“

Hafa stækkað mikið að und­an­förnu

Áskrift að Vinnustaðaskóla Aka­dem­i­as er til 12 mánaða í senn sem ár­gjald er greitt fyr­ir. „Við reyn­um að stilla verði okk­ar í hóf og tók­um við meðvitaða ákvörðun um að stilla upp starfi okk­ar þannig að við þyrft­um ekki að hækka verðskrá okk­ar þrátt fyr­ir breyt­ing­ar í starfs­um­hverfi okk­ar. Ekki aðeins hef­ur þetta tek­ist hjá okk­ur, held­ur höf­um við getað bætt í þá þjón­ustu sem við veit­um fyr­ir sama góða verðið og við fór­um af stað með í upp­hafi,“ seg­ir Guðmund­ur fram­kvæmda­stjóri Aka­dem­i­as og bæt­ir við að áskrif­enda­hóp­ur Vinnustaðaskóla Aka­dem­i­as hafi fjór­fald­ast á und­an­förn­um árum.

„Á sama tíma hef­ur starfs­manna­fjöld­inn farið úr 10 í 18. Við höf­um fundið fyr­ir mik­illi þörf á þjón­ustu okk­ar og hef­ur eft­ir­spurn­in auk­ist jafnt og þétt, en við sjá­um ekki fram á annað en að sú þróun haldi áfram.“

mbl.is