Inngilding er lykillinn að árangri

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu.
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu.

Þórey Vil­hjálms­dótt­ir Proppé og Sigyn Jóns­dótt­ir hjá Öldu segja að ef vinnustaður­inn er ekki inn­gild­andi – þannig að öll geti blómstrað sama hver þau eru – muni fjöl­breytt­ir hóp­ar ekki hald­ast í starfi á vinnustaðnum. „Alda er hug­búnaðarfyr­ir­tæki sem býður upp á tækni­lausn fyr­ir fjöl­breyti­leika og inn­gild­ingu (DEI eða Di­versity, Equity & Inclusi­on). Í Öldu geta fyr­ir­tæki og stofn­an­ir nálg­ast allt á ein­um stað sem trygg­ir þeim ár­ang­urs­ríka veg­ferð í þess­um mik­il­væga mála­flokki. Öldu-lausn­in býður upp á grein­ingu, mark­miðasetn­ingu, aðgerðaáætl­un sér­sniðna af gervi­greind og leikja­vædda ör­fræðslu – allt á ein­um stað! Þetta veit­ir fyr­ir­tæk­inu ákveðna sér­stöðu á heimsvísu og for­skot á alþjóðleg­um markaði fyr­ir DEI-lausn­ir,“ segja þær Þórey Vil­hjálms­dótt­ir Proppé, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri, og Sigyn Jóns­dótt­ir, meðstofn­andi og tækn­i­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Með Öldu hafa fyr­ir­tæki og stofn­an­ir gögn sem sýna hvort það sé mis­mun­un milli ólíkra hópa inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, lausn sem mæl­ir inn­gild­ingu sem er nauðsyn­leg til að halda í fjöl­breytta hópa fólks og niður­stöður um hvernig allt starfs­fólk upp­lif­ir vinnustaðamenn­ing­una.

„Með þessu móti geta stjórn­end­ur tekið gagna­drifn­ar ákv­arðanir á þessu sviði og nýtt leikja­væddu ör­fræðsluna til þess að auka inn­gild­ingu en fræðslan er bæði fyr­ir starfs­fólk og stjórn­end­ur,“ segja þær.

Alda er nýtt fyrirtæki stofnað af Þórey Vilhjálmsdóttur Proppé og …
Alda er nýtt fyr­ir­tæki stofnað af Þórey Vil­hjálms­dótt­ur Proppé og Sigyn Jóns­dótt­ur.

Byggt á sann­reyndri aðferðafræði

Hver er sag­an á bak við fyr­ir­tækið og hvernig kynnt­ust þið?

„Tækni­lausn Öldu var fyrst þróuð und­ir for­merkj­um ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Empower. Grunn­ur­inn að stofn­un þess byggðist á aðferðafræði sem Þórey hafði þróað og unnið með hjá ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Capacent um ára­bil. Eft­ir að hafa öðlast gríðarlega reynslu og inn­sýn á vinnu­stöðum var ákveðið að hanna lausn sem gæti raun­veru­lega tryggt ár­ang­urs­ríka vinnu í fjöl­breytni og inn­gild­ingu til skemmri og lengri tíma. Hug­búnaður­inn bygg­ist því á sann­reyndri aðferðafræði sem þróuð hef­ur verið um ára­bil með fjölda fyr­ir­tækja og stofn­ana á Íslandi,“ seg­ir Sigyn og Þórey tek­ur við:

„Árið 2022 tryggði fyr­ir­tækið 300 millj­óna króna fjár­mögn­un frá Frum­taki og Tenn­in ásamt því að hljóta 50 millj­óna króna styrk frá Tækniþró­un­ar­sjóði. Fyrsta mál á dag­skrá var þá að ráða inn tækn­i­stjóra og byggja upp teymið. Við Sigyn höfðum hist nokkr­um sinn­um í gegn­um tíðina á viðburðum tengd­um jafn­rétt­is­mál­um og höfðum lengi dáðst að verk­um hvor annarr­ar í þágu jafn­rétt­is en við þekkt­umst ekki mikið. Þegar staða tækn­i­stjóra hjá Öldu var aug­lýst varð hún fyr­ir val­inu og kom inn sem meðstofn­andi. All­ar göt­ur síðan höf­um við átt gjöf­ult og dýr­mætt sam­starf,“ seg­ir Þórey.

Af hverju ættu all­ir vinnustaðir að huga að inn­gild­ingu?

„Því þannig ná þeir meiri ár­angri. Sér í lagi í ný­sköp­un, að leysa flók­in vanda­mál, rýna gögn og í skap­andi vinnu. Það hef­ur því borið mikið á því und­an­far­in ár að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir séu að vinna í því að auka fjöl­breyti­leik­ann í starfs­manna­hópn­um, en oft á tíðum gleym­ist að hugsa um hvaða um­hverfi tek­ur við þeim fjöl­breytta hópi. Þar kem­ur inn­gild­ing­in til sög­unn­ar. Ef vinnustaður­inn er ekki inn­gild­andi – þannig að öll geti blómstrað sama hver þau eru – munu fjöl­breytt­ir hóp­ar ekki hald­ast í starfi á vinnustaðnum. Í Öldu-lausn­inni mæl­um við inn­gild­ingu með Inn­gild­ingar­púls­in­um sem nú er aðgengi­leg­ur á 17 tungu­mál­um. Út úr púls­in­um fá fyr­ir­tæki sitt Inn­gild­ing­ar­skor sem þau geta svo borið sam­an við Inn­gild­ing­ar­vísi­tölu Öldu og sjá þannig hvar þau standa,“ segja þær.

Það tek­ur tíma að breyta menn­ingu

Þórey og Sigyn eiga það sam­eig­in­legt að njóta sín vel í hröðu og sí­breyti­legu um­hverfi. Þær segja það henta vel í þeirri hröðu veg­ferð sem Alda er á sem til­tölu­lega ungt ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki.

Er erfitt að breyta menn­ingu fyr­ir­tækja?

„Að breyta menn­ingu fyr­ir­tækja er lang­tíma­verk­efni. Rann­sókn­ir sýna að átaks­verk­efni tengd fjöl­breyti­leika og inn­gild­ingu skila ekki þeim ár­angri sem skyldi, enda yf­ir­leitt um ein­skiptis­verk­efni að ræða. Það eru að verða al­gjör um­skipti á heimsvísu hvernig verið er að nálg­ast þessi verk­efni. Fókus­inn er nú sett­ur meira á stefnu­mót­un, mæl­an­leg mark­mið, gagna­drifna ákv­arðana­töku og sta­f­ræn­ar lausn­ir. Und­ir­tónn­inn sem þarf svo að styðja við allt sam­an er sam­kennd­in, það að við get­um lært að setja okk­ur í spor hvert ann­ars og skilja upp­lif­un ólíkra ein­stak­linga á vinnustaðnum. Það er nefni­lega full­kom­in fylgni milli sam­kennd­ar og inn­gild­ing­ar,“ segja þær og bæta við:

„Alda hjálp­ar til við að auka sam­kennd bæði með gögn­um um inn­gild­ingu, ör­fræðslu sem styður við aukna þekk­ingu og skiln­ing á stöðu annarra og svo auðvitað sér­sniðinni aðgerðaáætl­un til að tryggja að vinnustaðir nái sín­um mark­miðum.“

Í lok árs 2023 var Öldu-hug­búnaður­inn val­inn á lista ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Gartner yfir leiðandi tækni­lausn­ir sem bjóða upp á mæli­kv­arða og mark­miðasetn­ingu í fjöl­breyti­leika og inn­gild­ingu (DEI) en ein­ung­is fimm aðrar lausn­ir voru nefnd­ar.

„Að kom­ast á slík­an lista er ein stærsta viður­kenn­ing sem hug­búnaðarfyr­ir­tæki geta öðlast enda er Gartner fremsta grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækja í tækni­lausn­um í heim­in­um. Viður­kenn­ing Gartner á Öldu-hug­búnaðinum staðfest­ir sér­stöðu lausn­ar­inn­ar á heimsvísu enda er verið að bera sam­an þær lausn­ir sem eru hvað stærst­ar í heim­in­um í dag.

Það er mik­ill áhugi á Öldu bæði hér­lend­is og er­lend­is, sér í lagi á Norður­lönd­un­um. Fyrstu skandi­nav­ísku viðskipta­vin­irn­ir eru byrjaðir að nota vör­una en á næstu miss­er­um mun­um við einnig stefna til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna, þar sem þörf­in fyr­ir lausn­ina er brýn um all­an heim.“

Sam­kennd og virðing í önd­vegi

Hvað finnst ykk­ur skipta mestu máli þegar kem­ur að fræðslu fyr­ir starfs­fólk?

„Að fjár­festa í áhrifa­ríkri fræðslu fyr­ir fólk er lyk­il­atriði í að byggja upp eða viðhalda inn­gild­andi starfs­um­hverfi þar sem öll geta blómstrað. Örfræðsla Öldu er leikja­vædd og hönnuð til að auka inn­gild­ingu með því að stuðla að auk­inni sam­kennd, virðingu, þekk­ingu og skiln­ingi. Örfræðsla tek­ur ábyrgðina af herðum þeirra sem eru jaðar­sett eða upp­lifa ekki inn­gild­ingu og set­ur hana á heild­ina sem er ein­mitt það sem þetta snýst allt um.“

Þær segja leikja­formið gera ör­fræðsluna aðgengi­legri og mark­mið með þróun henn­ar hafi verið að ná til sem flestra á skemmti­leg­an hátt.

„Það er mjög gam­an að segja frá því að ör­fræðslan er nú í gangi í sjö lönd­um: Íslandi, Nor­egi, Svíþjóð, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Indlandi og Þýskalandi og viðtök­urn­ar eru ná­kvæm­lega í takt við það sem við ein­sett­um okk­ur frá upp­hafi – fólk er spennt að sjá næstu ör­fræðslu til að skilja bet­ur mál­efni fjöl­breyti­leika og inn­gild­ing­ar. Við erum sér­stak­lega stolt­ar af því að hafa einnig fram­leitt allt efnið á ís­lensku þrátt fyr­ir að lausn­in sé fyrst og fremst hugsuð fyr­ir er­lend­an markað. Örfræðslugalle­rí Öldu um fjöl­breyti­leika og inn­gild­ingu er því lík­lega orðið einn ít­ar­leg­asti grunn­ur af fræðslu á þessu sviði sem til er hér á landi.“

Alda tók þátt í spenn­andi verk­efni í aðdrag­anda Mannauðsdags­ins.

„Sam­starfs­verk­efni okk­ar og Mannauðs er eitt af því skemmti­leg­asta sem við höf­um verið að fást við að und­an­förnu – mæl­ing á Inn­gild­ingu fyr­ir ís­lensk­an vinnu­markað. Tug­ir aðild­ar­fé­laga Mannauðs tóku þátt í Inn­gild­ingar­púlsi Öldu og niður­stöðurn­ar gefa mynd af inn­gild­ingu á ís­lensk­um vinnu­markaði. Á Mannauðsdeg­in­um á morg­un verður Inn­gild­ing­ar­vísi­tal­an svo kynnt í Hörpu og áhuga­verðar niður­stöður úr könn­un­inni sýnd­ar. Mæl­ing­in er sam­fé­lags­lega mik­il­væg og veit­ir aðild­ar­fé­lög­um Mannauðs einnig tæki­færi til að meta stöðu inn­gild­ing­ar hjá sér og bera sam­an við heild­ina.“

mbl.is