Vinnustaður vaxtar

Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Íslands­banki er vinnustaður þar sem boðið er upp á nú­tím­an­legt, sveigj­an­legt og fram­sækið um­hverfi sem styður við ár­ang­ur og ánægju starfs­fólks. „Hjá Íslands­banka starfa um 750 manns, meiri­hlut­inn í höfuðstöðvum en einnig í úti­bú­um um allt land og á skrif­stofu okk­ar í Póllandi. Mik­il áhersla er lögð á góð og upp­byggi­leg sam­skipti sem stuðla að já­kvæðri vinnustaðamenn­ingu,“ seg­ir Ásdís Erla Jóns­dótt­ir, fræðslu- og starfsþró­un­ar­stjóri á mannauðssviði Íslands­banka.

„Leiðarljós okk­ar er að bank­inn sé vinnustaður vaxt­ar og á síðasta ári kynnt­um við nýja mannauðsstefnu þar sem við römm­um bet­ur inn áhersl­ur okk­ar. Kjarn­inn í stefn­unni er rík áhersla á fræðslu og vöxt, heilsu og vellíðan og nú­tíma­legt vinnu­um­hverfi. Auðvitað þurf­um við líka að ganga úr skugga um að við bjóðum sam­keppn­is­hæf starfs­kjör og hlunn­indi og að vandað sé til verka í ráðning­um og mót­töku nýs starfs­fólks. Við trú­um því að þarna get­um við haft raun­veru­leg áhrif, að áhersl­ur í mannauðsmá­l­um stuðli að helgaðra starfs­fólki sem legg­ur sig fram við að skila framúrsk­ar­andi starfi sem á end­an­um leiðir til betri ár­ang­urs og af­komu bank­ans,“ seg­ir hún.

Ein af fjór­um stefnu­áhersl­um bank­ans er starfs­fólkið. „Við í mannauðsteym­inu gleðjumst sér­stak­lega yfir því að mannauðsmá­l­in fái þenn­an sess form­lega og í kjöl­farið hafa mörg spenn­andi verk­efni orðið til. Eitt þess­ara verk­efna er að styrkja ábyrgðar- og ár­ang­urs­menn­ingu í bank­an­um.“

Viður­kenn­ing­ar fyr­ir framúrsk­ar­andi frammistöðu

Hvað er ár­ang­urs­drif­in menn­ing?

„Árang­urs­drif­in menn­ing fel­ur í sér að skapa um­hverfi þar sem starfs­fólk er hvatt til að ná mark­miðum sín­um og ár­angri í starfi. Menn­ing­in bygg­ist á skýr­um mark­miðum, tím­an­legri end­ur­gjöf og viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi frammistöðu og skýr­um leiðum til vaxt­ar. Með því að samþætta ár­ang­urs­drifna menn­ingu inn í dag­legt starf hvet­ur það okk­ur til ný­sköp­un­ar og styrk­ir ánægju og helg­un. Til að styðja okk­ur á þeirri veg­ferð höf­um við fjár­fest í hug­búnaðarlausn­inni Lattice og erum við mjög ánægð með fyrstu skref­in. Með Lattice ætl­um við að skerpa á sýni­leg­um mark­miðum, end­ur­gjöf og þróun starfs­fólks. Stjórn­end­ur fá betra verk­færi til að styðja við frammistöðu, setja skýr mark­mið, hvetja til ár­ang­urs og veita reglu­lega end­ur­gjöf. Á end­an­um eru það stjórn­end­ur okk­ar sem eru hinir eig­in­legu mannauðsstjór­ar á degi hverj­um,“ seg­ir Ásdís.

Þá tal­ar Ásdís um að end­ur­gjöf sé ómiss­andi verk­færi til að stuðla að per­sónu­leg­um vexti og því sé mik­il­vægt að nýta end­ur­gjöf reglu­lega. „Hún bæt­ir frammistöðu og eyk­ur ábyrgðar­til­finn­ingu starfs­fólks. End­ur­gjöf er einnig mik­il­væg þegar kem­ur að starfsþró­un­ar­sam­töl­um. Við vilj­um vaxa og þró­ast í starfi og það er mik­il­vægt að starfs­um­hverfið styðji við það.

Svo get­ur starfsþróun verið með ýms­um hætti, til dæm­is með því að taka að sér ný verk­efni, nýtt hlut­verk eða leiðbeina öðrum. Hjá okk­ur er at­hygl­in á innri vöxt, enda hef­ur bank­inn tekið gíf­ur­leg­um breyt­ing­um með auk­inni sta­f­rænni þróun. Í röðum okk­ar er fólk sem hef­ur starfað lengi hjá bank­an­um á mis­mun­andi sviðum og öðlast djúpa þekk­ingu á banka­starf­semi en vinn­ur nú í sta­f­rænu um­hverfi sem krefst ann­ars kon­ar þekk­ing­ar og því er mik­il­vægt að styðja fólk í þeirri veg­ferð,“ seg­ir Ásdís.

Heilsa og vellíðan starfs­fólks skipt­ir máli

Meiri­hluti stjórn­enda Íslands­banka hef­ur unnið sig upp í bank­an­um. „Við ráðum inn­an frá og leyf­um starfs­fólk­inu að stíga upp og þró­ast inn­an bank­ans. Á hverju sumri ráðum við 100 sum­ar­starfs­menn, sem marg­ir hverj­ir verða framtíðar­starfs­menn bank­ans,“ seg­ir Ásdís og bæt­ir við að vissu­lega skipti vinnu­um­hverfi máli og það eigi að vera lýs­andi fyr­ir starf­sem­ina. „Við tök­umst á við krefj­andi og fjöl­breytt verk­efni og vinnuaðstaðan okk­ar end­ur­spegl­ar það. Við bjóðum upp á verk­efnamiðaða vinnuaðstöðu þar sem við get­um nýtt okk­ur mis­mun­andi vinnu­rými hverju sinni. Í höfuðstöðvum bank­ans í Norðurt­urni eru sköp­un­ar­rými fyr­ir fundi og má finna vinnu­stof­ur þvert á bank­ana en við leggj­um mik­inn metnað í að auka sam­starf á milli sviða og stuðla að ný­sköp­un og framþróun í allri okk­ar vinnu.“

Ásdís tal­ar um að það sé mik­il­vægt að vera vak­andi fyr­ir líðan starfs­fólks á vinnustaðnum. „Í breyti­legu og krefj­andi um­hverfi skipt­ir heilsa og vellíðan starfs­fólks höfuðmáli. Það er mik­il­vægt að vera vak­andi fyr­ir líðan starfs­fólks­ins og ýta und­ir fræðslu og stuðning reglu­lega. Við þurf­um öll að öðlast verk­færi til að huga að lík­am­legri og and­legri heilsu okk­ar. Við höf­um tryggt aðgengi að úrræðum og þjón­ustu eins og til dæm­is sál­fræðiþjón­ustu og lækn­isþjón­ustu. Með því að setja heilsu og vellíðan starfs­fólks í for­gang erum við að fjár­festa í fólk­inu okk­ar sem mun skila okk­ur marg­faldri ávöxt­un. Því það er nú svo að mannauður­inn er stærsta auðlind bank­ans og for­gangs­mál að skapa ár­ang­urs­drifna vinnustaðamenn­ingu sem leiðir til helg­un­ar og vellíðunar,“ seg­ir Ásdís Erla að lok­um.

mbl.is