Hyndai sýnir 20 ára afmælisútgáfu Tucson

Tucson af fyrstu kynslóð, og nýr Tucson 20th Anniversary Edition …
Tucson af fyrstu kynslóð, og nýr Tucson 20th Anniversary Edition sem Hyundai á Íslandi kynnir í takmörkuðu magni. Ljósmynd/BL

Sportjepp­ling­ur­inn Hyundai Tuc­son kom fyrst á markað árið 2004 og hef­ur notið mik­illa vin­sælda alla tíð síðan, en á und­an­förn­um 20 árum hafa rúm­lega sjö millj­ón ein­tök af bif­reiðinni verið smíðuð.

Á laug­ar­dag efn­ir Hyundai á Íslandi til sýn­ing­ar í Kaup­túni þar sem haldið verður upp á 20 ára af­mæli Tuc­son með kynn­ingu á sér­stakri af­mæl­isút­gáfu jepp­lings­ins. Eins og vera ber á bíla­sýn­ing­um að sumri verður gest­um einnig boðið upp á pyls­ur og börn­in geta fengið and­lits­máln­ingu. 

Í til­kynn­ingu seg­ir að af­mæl­isút­gáf­an, Hyundai Tuc­son 20th Anni­vers­ary Ed­iti­on, verði til sýn­is í mött­um furug­ræn­um lit með svört­um spegl­um og glugga­könt­um og á 19 tommu satíngrá­um ál­felg­um. Fá­ein­ir aðrir lit­ir verða einnig í boði í af­mæl­isút­gáf­unni, sem búin er ríku­legri auka­búnaði en grunn­gerðin, svo sem svört­um leður­sæt­um með tex­tíl og furug­ræn­um saumi, sér­stakri hurðasyllu með af­mæl­is­merk­inu sem einnig er á höfuðpúðum og ut­an­verðum aft­ur­hlera svo nokkuð sé nefnt.

Af­mæl­isút­gáf­an er búin hljóðkerfi með átta há­töl­ur­um auk bassa­hátal­ara frá Krell. Bif­reiðin er jafn­framt með þriggja svæða loft­kæl­ingu, upp­hit­an­leg og loftræst fram­sæti, og ökumaður hef­ur fyr­ir fram­an sig tvo 12,3 tommu sta­f­ræna skjái: ann­an fyr­ir mæla­borðið og hinn sem upp­lýs­inga­snerti­skjá.

Af­mæl­isút­gáfa Tuc­son fæst í aldrif­inni sjálf­skiptri ten­gilt­vinn-út­færslu með 1,6 lítra og 252 hestafla bens­ín­vél og 63 km drægni á raf­hlöðunni einni sam­an.

mbl.is