Margir upplifa mikinn kvíða tengdum klósettferðum á ferðalagi erlendis og er hægðatregða algeng meðal ferðamanna. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af henni.
„Mörgum finnst erfitt að slaka nógu vel á til þess að losa hægðir þegar það er statt á stöðum sem það þekkir ekki vel. Hægðatregða versnar eða verður vandamál þegar maður er fjarri heimili sínu,“ segir Sonny Lau læknir.
„Það skiptir ekki máli hvort maður sé á ferðalagi vegna vinnu eða bara að skemmta sér og njóta. Þá breytir það heldur engu hvort maður sé innanlands eða utan.“
Samkvæmt fræðunum á fólk að hafa hægðir allt frá einu sinni til þrisvar á dag eða niður í þrisvar í viku. Það að ferðast getur sett allt úr skorðum og er það talið vegna breytinga á matarræði.
„Við borðum trefjaminni mat á ferðalögum auk þess sem við drekkum ekki nógu mikið vatn.“
Góð ráð: