Sautján börn og fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair

Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina.
Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Ljósmynd/Aðsend

Sautján börn­um og fjöl­skyld­um þeirra, sam­tals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sum­ars, af­hent­ur ferðastyrk­ur úr sjóði Vild­ar­barna Icelanda­ir. Af­hend­ing­in fór fram í Icelanda­ir-hús­inu í Hafnar­f­irði.

Sjóður­inn er nú á sínu 22. starfs­ári og alls hafa yfir 800 fjöl­skyld­ur ferðast á veg­um hans frá upp­hafi en út­hlut­un­in er sú 39. í röðinni.

Mark­mið sjóðsins er að gefa lang­veik­um börn­um eða börn­um sem búa við sér­stak­ar aðstæður, og fjöl­skyld­um þeirra, tæki­færi til þess að fara í drauma­ferð til út­landa. Í hverj­um styrk felst skemmti­ferð fyr­ir barnið og fjöl­skyldu þess. All­ur kostnaður er greidd­ur – flug, gist­ing, dag­pen­ing­ar og aðgangs­eyr­ir að sér­stök­um viðburði sem barnið ósk­ar sér. Líkt og við út­hlut­un styrkj­anna und­an­far­in ár af­hentu Sam­bíó­in börn­un­um bíómiða.

„Við erum mjög stolt af Vild­ar­barna­sjóðnum og af því að hafa getað gert drauma­ferðir fjölda barna að veru­leika. Sjóður­inn reiðir sig að miklu leyti á fram­lög frá viðskipta­vin­um og velunn­ur­um og erum við afar þakk­lát fyr­ir þær góðu viðtök­ur sem við höf­um fengið frá upp­hafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi sam­fleytt í svo lang­an tíma en það er að þakka elju Peggy og Sig­urðar Helga­son­ar, ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórn­ar og starfs­fólks sjóðsins sem hafa unnið frá­bært starf í gegn­um árin,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelanda­ir.

Úthlut­an­ir eru tvisvar á ári

Ferðasjóður Vild­ar­barna var stofnaður árið 2003 með það að mark­miði að styðja við lang­veik börn og börn sem búa við sér­stak­ar aðstæður. Úthlut­an­ir eru tvisvar á ári, á sum­ar­dag­inn fyrsta og fyrsta vetr­ar­dag. Vernd­ari sjóðsins er frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir.

Sjóður­inn er fjár­magnaður með stofn­fram­lagi frá Icelanda­ir auk þess sem fram­lög frá viðskipta­vin­um Icelanda­ir, fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um skipa mik­il­væg­an sess. Hjón­in Peggy og Sig­urður Helga­son hafa frá upp­hafi drifið starf­semi sjóðsins áfram, setið í stjórn hans og veitt rausn­ar­leg­an stuðning.

Peggy er iðjuþjálfi og hef­ur um ára­bil unnið sem sjálf­boðaliði á barna­deild­um sjúkra­húsa í Reykja­vík og stutt fjöl­skyld­ur fjölda veikra barna með ýms­um hætti. Sig­urður er fyrr­ver­andi for­stjóri og stjórn­ar­formaður Icelanda­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert