Er hægt að vera skvísa á bakpokaferðalagi?

Það verður sífellt vinsælla að stelpur og konur á öllum …
Það verður sífellt vinsælla að stelpur og konur á öllum aldri pakki í bakpoka og haldi í framandi ferðalag. Margar þeirra huga að því að reyna að halda sinni snyrtirútínu að mestu leyti, og að aðlaga sínum stíl að ferðalífinu. Samsett mynd

Það er að mörgu að huga þegar farið er í langt ferðalag eða heims­reisu og get­ur verið mik­il kúnst að ákveða hvað eigi að taka með sér og hvað eigi að skilja eft­ir. Það er vissu­lega ekki hægt að taka með sér allt sem hug­ur­inn girn­ist en hægt er að gera ótrú­leg­ustu hluti með því að pakka skyn­sam­lega, og hugsa um nota­gildi hlut­anna. Þá er vel hægt að njóta sín í flott­um föt­um, með sæta fylgi­hluti og góðar snyrti­vör­ur, fyr­ir þær sem það kjósa. 

Auga­brúna- og augn­háralit­un

Fyr­ir þær sem eru alltaf með litaðar auga­brún­ir og augn­hár, þarf ekki að ör­vænta en það þarf mögu­lega að þora að prófa eitt­hvað nýtt. Auga­brúna­lit­ur og fest­ir taka ekki mikið pláss í tösku, ásamt áhöld­um, litl­um bursta eða greiðu. Þess­ar vör­ur end­ast líka lengi og ætti eitt sett að duga á margra mánaða ferðalagi. Þetta er því fín­asta tæki­færi til að prófa að lita sín­ar eig­in auga­brún­ir og augn­hár, hafi það ekki verið gert áður.  

Þennan brúna augabrúnalit og kremfesti frá Refectocil og er hægt …
Þenn­an brúna auga­brúna­lit og krem­festi frá Refectocil og er hægt að kaupa í Lyfju, á sam­tals 3.996 krón­ur. Sam­sett mynd/​Net­versl­un.Lyfja.is

Íþróttatreyj­ur

Stór­ar íþróttatreyj­ur hafa verið áber­andi í götu­tísku und­an­farið, og er bæði hægt að klæða þær upp og niður. Á ferðalagi er hægt að nota þær að kvöldi til, t.d. við pils, flott­ar stutt­bux­ur eða síðar hör­bux­ur. Einnig er hægt að skella sér í sömu treyju dag­inn eft­ir, þá yfir sund­föt­in. Bæta við san­döl­um, sólgler­aug­um, strand­artösku, málið er dautt og nýt­ing­in er frá­bær. Það er hægt að nálg­ast treyj­urn­ar í öll­um lit­um og mynstr­um og er um að gera leyfa litagleðinni að ráða för.

Þessa ermalausu körfuboltatreyju er hægt að fá hjá Spúútnik Reykjavík …
Þessa erma­lausu körfu­boltatreyju er hægt að fá hjá Spúútnik Reykja­vík og kost­ar hún 5.760 krón­ur. Ljós­mynd/​Spu­utnikreykja­vik.com

Litl­ar snyrti­vör­ur

Marg­ar hverj­ar vilja taka með sér snyrti- eða jafn­vel förðun­ar­vör­ur, þó þær séu kannski notaðar í minna eða öðru­vísi mæli en venju­lega. Það er óþarfi að vera með þykk­an farða og er hægt að kom­ast upp með að taka með sér einn létt­an farða eða BB krem, og hylj­ara. En sól­ar­vörn­in og gott rakakrem skipta mestu máli á ferðalög­um, sér­stak­lega þegar verið er að flakka á milli svæða og hita­stig breyt­ist, eða í mik­illi sól. 

Þar er lyk­il­atriði að skipu­leggja sig og setja snyrti­vör­urn­ar í minni pakkn­ing­ar svo að það sé hægt að koma þeim fyr­ir í bak­pok­an­um. Það er ekki síður mik­il­vægt að hugsa um hárið og því betri sem vör­un­ar eru, sem eru tekn­ar með, því minni verður skaðinn eft­ir sjó, sand og busl. Það er bæði hægt að kaupa tóm fjöl­nota ílát og fylla þau af hár- eða snyrti­vör­um en víðast hvar er einnig hægt að kaupa snyrti­vör­ur í til­bún­um ferðastærðum.  

Þetta er sérstakt ferðasett frá Hårklinikken sem inniheldur sjampó, hárnæringu, …
Þetta er sér­stakt ferðasett frá Hårk­linikk­en sem inni­held­ur sjampó, hár­nær­ingu, djúp­nær­ingu og nær­andi krem fyr­ir hárið, hvert um sig er í 75 milli­lítra pakkn­ingu. Settið er á 8.075 krón­ur. Ljós­mynd/​Hark­linikk­en.is

Fótsnyrt­ing

Á ferðalög­um fá tærn­ar oft­ar að leika laus­um hala en á Íslandi og er því ekki til betri tími til að fara í fótsnyrt­ingu. Hana er oft hægt að fá á hag­stæðu verði, og á hverju horni, í ansi mörg­um lönd­um. Það ger­ir óneit­an­lega mikið fyr­ir heild­ar­mynd­ina að vera með fal­lega lakkaðar tánegl­ur, þegar gengið er um í opn­um skóm eða san­döl­um.  

Sumarlegar táneglur passa vel við strandarumhverfi.
Sum­ar­leg­ar tánegl­ur passa vel við strand­ar­um­hverfi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Juja Han

Der­húfa

Strand­hatt­ur eða der­húfa er staðal­búnaður í sól­ríku veðri og varna því m.a. að ferðalang­ar fái sól­sting. En der­húf­ur eru fyr­ir­ferðam­inni í tösku og hafa þær því vinn­ing­inn fram yfir hatt­inn. Úrvalið í dag af der­húf­um er orðið gríðarlega mikið og það er hægt að finna eitt­hvað fyr­ir alla. Þar má nefna der­húfu með texta, mynstri, í vinta­ge-stíl eða klass­íska í ein­lit fyr­ir þær sem vilja hafa þetta ein­falt. Der­húf­ur lífga skemmti­lega upp á öll dress, og fara meira að segja vel með sund­föt­um. 

Þessi fjólubláa derhúfa fæst hjá Zara og kostar 2.995 krónur.
Þessi fjólu­bláa der­húfa fæst hjá Zara og kost­ar 2.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Skart

Skart­grip­ir gera allt betra og er al­gjör óþarfi að sleppa þeim á bak­poka­ferðalagi, frek­ar þarf að velja vel og nota sömu skart­grip­ina út ferðina. Úrval vatns­heldra skart­gripa hef­ur stækkað með ár­un­um og er hægt að finna slíkt í hinum ýmsu versl­un­um. Til að njóta þess að synda áhyggju­laus er hægt að kaupa slíkt, en ef erfitt er að finna vatns­helt skart er líka hægt að kaupa í ódýr­ara skart, sem er ekki ætlað sem ei­lífðar­eign, held­ur til notk­un­ar á ferðalag­inu. 

Þessi fallegu þrjú halsmen fást saman í pakka hjá Zara …
Þessi fal­legu þrjú hals­men fást sam­an í pakka hjá Zara og kosta 4.595 krón­ur. Þau eru einnig úr vatns­heldu og ryðfríu stáli og henta því vel í marg­ar sjó- og sund­ferðir. Ljós­mynd/​Zara.com

Sleppa taki af áhyggj­um

Það má ekki gleyma því að brosa, hafa gam­an og njóta augna­bliks­ins, því þá líta all­ar kon­ur sem best út. Þessi dag­ur í dag kem­ur aldrei aft­ur, sér í lagi dag­ur sem býður upp á nýj­ar upp­lif­an­ir, ein­hversstaðar úti í heimi, á bak­poka­ferðalagi.

Það er gott að geta gleymt stað og stund og …
Það er gott að geta gleymt stað og stund og notið til­ver­unn­ar. Ljós­mynd/​Unsplash/​Am­anda Wol­bert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert