Látin aðeins 40 ára að aldri

Fjölmiðlakonan Deborah James ásamt Vilhjálmi bretaprins.
Fjölmiðlakonan Deborah James ásamt Vilhjálmi bretaprins. Skjáskot/Instagram

Breska fjöl­miðlakon­an, De­borah James, er lát­in eft­ir fimm ára bar­áttu við ristil­skrabba­mein. James átti far­sæl­an fer­il í fjöl­miðlum sem hófst þegar hún gerðist blaðamaður á götu­blaðinu The Sun á sín­um tíma en síðast starfaði hún hjá BBC og hélt úti vin­sæla hlaðvarpsþætt­in­um You, Me And The Big C. 

Ástvin­ir James deildu sorg­ar­fregn­un­um á sam­fé­lags­miðlum í gær­kvöldi en James og fjöl­skyldu henn­ar hafði verið gert grein fyr­ir því frá upp­hafi veik­ind­anna að hún ætti ekki lang­an líf­tíma eft­ir. Fréttamiðill­inn Daily Mail greindi frá.

„Við erum mjög sorg­mædd að til­kynna ykk­ur um and­lát Dame De­borah James; bestu eig­in­konu, dótt­ur, syst­ur og mömmu í heimi. De­borah lést á friðsam­leg­an hátt í dag um­vaf­in fjöl­skyldu sinni,“ var skrifað við mynda­færslu á In­sta­gram sem sýndi James þegar hún var á hápunkti lífs­ins.

Barðist til síðasta dags

James var mik­il bar­áttu­kona og barðist hetju­lega við krabba­meinið fram til síðasta dags. Hún hélt úti hlaðvarpsþætt­in­um til að auka vit­und al­menn­ings á ristil­krabba­meini og miðla alls kyns fróðleik til krabba­meins­sjúkra og aðstand­enda þeirra. James hrundi af stað söfn­un í nafni hlaðvarps­ins, You, Me And The Big C, til styrkt­ar rann­sókn­um á krabba­meini og hafði henni tek­ist að safna 6,8 millj­ón­um punda en sú upp­hæð nem­ur rúm­lega ein­um millj­arði ís­lenskra króna. 

De­borah James læt­ur eft­ir sig eig­in­mann til 14 ára, Sebastien Bowen, og börn­in tvö; Hugo, 14 ára og Eloise, 12 ára.

View this post on In­sta­gram

A post shared by De­borah James (@bowel­ba­be)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn býður upp á nýjar hugmyndir og ferska orku. Taktu frumkvæði og haltu áfram að treysta á innsæið. Þú getur breytt gangi mála með einlægu viðhorfi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Eva Björg Ægis­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn býður upp á nýjar hugmyndir og ferska orku. Taktu frumkvæði og haltu áfram að treysta á innsæið. Þú getur breytt gangi mála með einlægu viðhorfi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Eva Björg Ægis­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir