Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus

Buxnalaus eða í buxum?
Buxnalaus eða í buxum? Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey endurgerði kvikmyndaveggspjald fyrir myndina How to Lose a Guy in 10 Days ásamt eiginkonu sinni, fyrirsætunni Camilu Alves McConaughey til að auglýsa tekíla þeirra hjóna, Pantalones Tequila.

McConaughey-hjónin deildu mynd af veggspjaldinu á Instagram í gærdag og vakti það mikla lukku. Þau breyttu titli kvikmyndarinnar í How to Lose Your Pants in 10 Ways, enda er skot af tekíla ágæt leið til að týna buxunum, eins og leikarinn sýnir á veggspjaldinu.

„You’re so vain, you probably think this tequila’s about you,” skrifuðu þau við myndina, en eins og aðdáendur kvikmyndarinnar muna þá sungu aðalleikarar myndarinnar, þau Kate Hudson og Matthew McConaughey, lagið You’re so Vain eftir Carly Simon í eftirminnilegri senu.

Kvikmyndin sem kom út árið 2003 er ein af þessum rómantísku gamanmyndum sem fólk virðist seint ætla að fá nóg af.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup