Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn

Hér taka aðstandendur sjónvarpsþáttanna Verbúðarinnar við Eddu-verðlaunum árið 2023. Slíkir …
Hér taka aðstandendur sjónvarpsþáttanna Verbúðarinnar við Eddu-verðlaunum árið 2023. Slíkir þættir munu framvegis tilheyra flokkum íslensku sjónvarpsverðlaunanna. Morgunblaðið/Eggert

Í tilkynningu frá fulltrúum íslensku sjónvarpsstöðvanna segir að stofnað hafi verið til sérstakra sjónvarpsverðlauna og er stefnt að því að þau verði afhent í fyrsta sinn í maí á næsta ári. 

Þeir ljósvakamiðlar sem standa að verðlaununum eru Sjónvarp Símans, Sýn og RÚV. Verðlaun verða veitt fyrir það sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna.

Nýjungin er tilkomin vegna samtals við ÍKSA um að skilja að afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni annars vegar og hins vegar kvikmyndir, sem áður voru veitt á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð.

Fyrr á árinu voru Eddu-verðlaunin því einungis veitt fyrir kvikmyndir, í fyrsta skipti frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum.

Afhending fyrstu sjónvarpsverðlaunanna miðast við lengra tímabil, eða það efni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Það er vegna þess að síðast voru veitt sjónvarpsverðlaun árið 2022. Í framhaldinu er áætlað að verðlaunin verði veitt árlega fyrir hvern sjónvarpsvetur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup