David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við

David Walliams fór á kostum í Bæjarbíói í Hafnarfirði fyrir …
David Walliams fór á kostum í Bæjarbíói í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Mummi Lu

„Þegar hann kom hingað fyrir tveimur árum þá gátu færri hitt hann en vildu. Honum þótti það leiðinlegt og var því meira en til í að gera þetta aftur,“ segir Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu.

Rithöfundurinn David Walliams kemur fram á tveimur viðburðum í Hörpu á sunnudag á vegum Bókafélagsins. Hann er á landinu í tengslum við Iceland Noir-bókmenntahátíðina og notar tækifærið til að hitta yngri lesendur í Hörpu á sunnudag. 

Mörg hundruð manns reyndu að fá Walliams til að árita …
Mörg hundruð manns reyndu að fá Walliams til að árita bækur sínar í Smáralind. Ljósmynd/Aðsend

Sem kunnugt er hafa bækur Walliams notið mikilla vinsælda síðustu ár. Fyrir tveimur árum tróð hann upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði og komust þar færri að en vildu. Við sama tækifæri áritaði hann bækur sínar í Eymundsson í Smáralind og þar mynduðust langar raðir en margir urðu frá að hverfa.

Það kemur því ekki á óvart að mikill áhugi er meðal aðdáenda Walliams á viðburðunum tveimur í Hörpu. Upphaflega stóð til að aðeins yrði einn slíkur haldinn en miðar seldust fljótt upp og því var öðrum bætt við. Enn eru lausir miðar á seinni viðburðinn klukkan 17 á sunnudag. Innifalið í miðaverðinu er önnur hvor nýja bókin hans, Voffbóti eða Verstu skrímsli í heimi.

Í kynningu kemur fram að David Walliams muni segja skemmtilegar sögur og lýsa því hvernig hann fær hugmyndir í bækurnar sínar. Þá muni hann svara spurningum áhorfenda, fara í leiki og gefa verðlaun. David Walliams mun einnig árita bækur og spjalla við gesti að atburði loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup