McGregor mætti fyrir rétt

Hnefaleikakappinn Conor McGregor er með yfir 45 milljón fylgjenda á …
Hnefaleikakappinn Conor McGregor er með yfir 45 milljón fylgjenda á Instagram. Skjáskot/Instagram

Írski hnefaleikakappinn Conor McGregor mætti fyrir rétt í Dublin í gær, ásamt foreldrum sínum og kærustu, Dee Devlin, þar sem kviðdómur heldur áfram að fjalla um mál hans.

McGregor er goðsögn í blandaðri bardagalist og í hnefaleikum. Hann er með yfir 45 milljón fylgjenda á Instagram.

Bardagakappinn á yfir höfði sér ákæru í einkamáli sem hin 35 ára Nikita Hand hefur höfðað gegn honum. Hand hefur sakað hann um nauðgun og fyrir að hafa gengið í skrokk á sér á hóteli í suðurhluta Dublin í desember 2018.

Hann hafði áður viðurkennt að hafa stundað kynlíf með Hand í þakíbúð Beacon hótelsins. Hand hefur einnig kært annan mann, James Lawrence, fyrir líkamsárás.

Kviðdómur beiti skynseminni

Eftir átta daga af yfirferð sönnunargagna og þrjá daga af lokaræðum hlutaðeiganda hóf kviðdómur átta kvenna og fjögurra karla að fara yfir málið síðdegis í gær. Dómarinn varði tíma í að draga saman vitnisburð frá Hand, McGregor sjálfum, Lawrence, lögreglu, sjúkraliðum, geðlæknum, tryggingafræðingum og fleirum. 

Í réttarsalnum minnti dómarinn á að í einkamáli hvílir sönnunarbyrði á stefnanda. Hann fór yfir mismunandi tegundir skaðabóta og bað kviðdóm um að halda sig á jörðinni og beita skynsemi.

Hann hvatti kviðdóm til að horfa til allra þátta varðandi málið, skoða sönnunargögn ítarlega og varast að ræða málið utan réttarsalarins, s.s. við ástvini og aðra sem kunna að hafa áhuga á málinu.

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup