Stjórnendur kvikmyndahátíða funda í Hveragerði

Frá vinnustofu SMART7 í Póllandi í fyrra.
Frá vinnustofu SMART7 í Póllandi í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Von er á ríflega 30 skipuleggjendum þekktra evrópskra kvikmyndahátíða til landsins í næstu viku til þess taka þátt í vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –  RIFF.

Í tilkynningu segir að fjallað verði um græn málefni; hvernig stuðla megi að aukinni sjálfbærni kvikmyndahátíða auk þess sem fjallað verður um aðferðir við dagskrárgerð og hvernig þróa megi nýjar leiðir til að ná til áhorfenda.

Vinnustofurnar fara fram í Hveragerði dagana 25. - 27. nóvember.

RIFF er ein af sjö evrópskum kvikmyndahátíðum sem mynda bandalagið Sjö sniðugar (SMART7) sem stofnað var fyrir þremur árum.

Hátíðarnar vinna saman að því markmiði að auka fagmennsku og bæta þekkingu meðal starfsfólks þessara sjö hátíða og velja í sameiningu myndir, eina frá hverju landi, til að stuðla að dreifingu evrópskra kvikmynda eftir upprennandi og framsækna leikstjóra.

MEDIA - Creative Europe hefur styrkt bandalagið frá upphafi en fyrstu vinnustofurnar voru haldnar í Wroclaw í Póllandi í fyrra þar sem fjallað var um samstarfsaðila kvikmyndahátíða og markaðsmál. Næstu vinnusmiðjur verða á næsta ári í Lissabon í Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup