Bókasafnsvörður leitar réttar síns vegna of lítils skrifborðs

William Martin krefst þess að fá ríflega 600 milljónir í …
William Martin krefst þess að fá ríflega 600 milljónir í skaðabætur frá vinnustaðnum sínum. Samsett mynd

Bandarískur bókasafnsvörður hefur höfðað skaðabótamál gegn almenningsbókasafni í New York vegna erfiðra vinnuaðstæðna. Maðurinn, William Martin, sem er 186 cm á hæð og í kringum 170 kíló, segist hafa upplifað áfall eftir að hafa þurft að sinna starfi sínu við þröngar aðstæður og krefst þess að fá ríflega 600 milljónir í skaðabætur frá vinnustaðnum sínum.

Í október 2021 var Martin fenginn til þess að manna þjónustuborð á fyrstu hæð Stavros Niarchos Foundation-bókasafnsins á Manhattan. Þar var þröngt inn að ganga og erfitt fyrir Martin að sitja við skrifborð og sinna daglegum verkefnum.

Bað ítrekað um hæðarstillanlegt skrifborð

Að sögn Martin bað hann yfirmenn sína ítrekað um hæðarstillanlegt skrifborð sem myndi auðvelda honum að sinna hlutverki sínu og léti honum líða vel, andlega og líkamlega. Það gekk erfiðlega allt þar til stéttarfélag hans greip inn í og hjálpaði honum að fá úthlutaða stöðu annars staðar í húsinu.

Það varði þó ekki lengi en í júní 2023 var ráðinn nýr aðstoðarframkvæmdastjóri sem sendi Martin aftur á gömlu starfsstöðina þar sem hann kvaldist.

Martin sakar yfirmenn sína um mismunun og einelti og samkvæmt málsskjölum vill hann að dómari þvingi bókasafnið til að samþykkja tilfærslu í starfi, veikindaleyfi og bætur fyrir miska.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup