Marilyn Manson bakkar í meiðyrðamáli

Fjöldi kvenna hefur sakað rokkarann Marilyn Manson um kynferðisofbeldi.
Fjöldi kvenna hefur sakað rokkarann Marilyn Manson um kynferðisofbeldi. Samsett mynd/Instagram/Youtube

Marilyn Manson hefur samþykkt að fella niður meiðyrðamál gegn fyrrverandi unnustu sinni og Westworld-leikaranum, Evan Rachel Wood. Hann hefur einnig fallist á að greiða lögmannskostnaðinn fyrir hana, um 327.000 dollara eða tæpar 45 milljónir króna á núverandi gengi.

Ákvörðun rokkarans kemur átján mánuðum eftir að dómari í Los Angeles vísaði frá stórum hluta málsins 2022.

Manson, öðru nafni Brian Warner, hélt því fram að Wood hefði skáldað opinberlega að hann hafi beitt hana kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hann sakaði hana einnig um að hafa hvatt aðrar konur til að gera slíkt hið sama.

Lögmaður Manson sagði í yfirlýsingu að rokkarinn væri því feginn að hafa tekið þessa ákvörðun og að þar með væri þessum kafla í lífi hans lokið.

Esme Bianco steig fram opinberlega og sagði Manson hafa beitt …
Esme Bianco steig fram opinberlega og sagði Manson hafa beitt sig ofbeldi. Skjáskot/Instagram

Margar konur með svipaða sögu

Sáttin kemur næstum fjórum árum eftir að sakamálarannsókn á hendur Manson, þar sem margar konur koma við sögu, er enn óleyst. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra á hendur rokkaranum en nú er verið að fara yfir nýuppgötvuð sönnunargögn og verður ákvörðun tekin í kjölfarið.

Ein kvennanna, sem margar hverjar eru óþekktar, er leikkona Game of Thrones, Esme Bianco. Yfirleitt eru konur í slíkum málum ekki nafngreindar nema þær hafi sjálfar komið fram undir nafni, líkt og Bianco og Wood hafa gert.

Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 og trúlofuðu sig 2010 en hættu saman stuttu síðar. Árið 2020 sagði Wood frá kynferðislegri misnotkun Manson gagnvart sér á samfélagsmiðlinum Instagram.

Manson hefur alfarið neitað því að hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum með konunum án þeirra samþykkis.

View this post on Instagram

A post shared by Esmé Bianco (@esmebianco)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup