Nick Cannon greindur með sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun

Nick Cannon.
Nick Cannon. Skjáskot/Instagram

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Nick Cannon hefur verið greindur með sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (e. Narcissistic Personality Disorder).

Cannon ræddi opinskátt um reynslu sína af því að greinast með persónuleikaröskunina í hlaðvarpsþættinum Counsel Culture Show fyrr í mánuðinum og sagðist þurfa á hjálp að halda.

„Ég er enn að reyna að átta mig á þessu,” sagði Cannon meðal annars við viðmælanda sinn, Dr. Cheyenne Bryant, sálfræðing sem sérhæfir sig í röskunum af þessum toga. „Ég hef verið að vinna í sjálfum mér og er farin að sjá breytingar til hins betra.“

Kom á óvart en samt ekki

Sjónvarpsmaðurinn sagði greininguna hafa komið sér á óvart þrátt fyrir að hafa fundið fyrir nokkrum einkennum áður en hann fékk greiningu.

Einkenni narsissista eru til dæmis tilætlunarsemi, það að notfæra sér aðra, og tilfinningaleg kúgun. Þeim er einnig sama þó svo að velgengni þeirra sé á kostnað annarra og eru uppteknir af hugmyndum um völd, frama og fegurð.

Narsissistar hafa einnig mikla þörf fyrir aðdáun og hrós og upplifa sig oft og tíðum æðri öðrum.

Cannon, sem er 44 ára, hefur reglulega ratað í fjölmiðla síðustu ár, þá helst vegna barnafjölda, en sjónvarpsmaðurinn á 12 börn með sex konum.

Fyrr á árinu lét hann tryggja á sér eist­un fyr­ir tíu millj­ón­ir banda­ríkja­dala eða sem sam­svar­ar rúm­lega ein­um millj­arði ís­lenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup