Ofurfyrirsæta kældi sig í ísilagðri tjörn

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen er algjör ofurhugi.
Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen er algjör ofurhugi. Samsett mynd

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen er með víkingablóð í æðum og kippir sér ekki upp við kuldann, því hún vill helst vera þar sem kalt er - ískalt!

Christensen, sem fagnar 56 ára afmæli sínu á jóladag, stundar ísböð af miklu kappi til að viðhalda heilsusamlegu og unglegu útliti sínu, sem virðist virka afar vel fyrir hana, enda lítur hún ekki út fyrir að vera degi eldri en 25 ára.

Fyrirsætan stóðst ekki freistinguna þegar hún gekk fram á ísilagða tjörn í fallegu skóglendi á sunnudag og tók þá djörfu ákvörðun að dýfa sér ofan í tjörnina á sundbol einum fata. Hún birti skemmtilegt myndskeið af ísbaðinu á Instagram-síðu sinni sem fylgjendur hennar voru heldur betur hrifnir af. 

Christensen var uppgötvuð af ljósmyndaranum Friedemann Hauss árið 1989 og hefur um árabil verið ein vinsælasta fyrirsæta heims. 

View this post on Instagram

A post shared by Helena (@helenachristensen)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir