Gossip Girl-leikkona látin

Michelle Trachtenberg, sem þekkt er fyrir hlutverk sín í þáttum …
Michelle Trachtenberg, sem þekkt er fyrir hlutverk sín í þáttum á við Buffy the Vampire Slayer og Gossip Girl, er látin. AFP/Michael Tran

Michelle Trachtenberg, sem þekkt er fyrir hlutverk sín í þáttum á við Buffy the Vampire Slayer og Gossip Girl, er látin.

Michelle Trachtenberg var aðeins 39 ára gömul.

Lögreglumenn fundu hana meðvitundarlausa í íbúð sinni á Manhattan, er þeir brugðust við útkalli rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma.

Hún var úrskurðuð látin af viðbragðsaðilum en orsök liggur ekki fyrir.

Í umfjöllun AFP er greint frá því að leikkonan hafi nýlega gengist undir lifrarígræðslu og hafi mögulega upplifað fylgikvilla.

Trachtenberg lék Georgina Sparks í vinsælu þáttunum Gossip Girl á …
Trachtenberg lék Georgina Sparks í vinsælu þáttunum Gossip Girl á árunum 2008 til 2012. AFP/Gabriel Bouys

Ferill Trachtenberg

Trachtenberg var uppalin í New York-borg og hóf feril sinn sem barnastjarna. Hún fór meðal annars með hlutverk aðalpersónunnar í kvikmyndinni Harriet The Spy árið 1996 þar sem hún lék á móti Rosie O'Donnell.

Einnig kom hún fram í sjónvarpsþáttum á Nickelodeon, eins og The Adventure of Pete & Pete.

Hún „meikaði það“ virkilega þegar hún fékk hlutverk í Buffy the Vampire Slayer, en þar lék hún Dawn, yngri systur aðalpersónunnar sem leikin var af Söru Michelle Gellar.

Hún lék í þáttunum á árunum 2000 til 2003.

Trachtenberg lék seinna Georgina Sparks í vinsælu þáttunum Gossip Girl, frá 2008 til 2012.

Þar lék hún meðal annars á móti Blake Lively, Penn Badgley og Leighton Meester.

Önnur kvikmyndahlutverk hennar voru í Ice Queen, EuroTrip, 17 Again og The Scribbler.

Hún fór einnig með aukahlutverk í fjölda sjónvarpsþátta, þar á meðal Weeds og Mercy, en einnig birtist hún í Gossip Girl-endurgerð árið 2022, og er það skráð hennar síðasta hlutverk.

Trachtenberg var uppalin í New York-borg og hóf feril sinn …
Trachtenberg var uppalin í New York-borg og hóf feril sinn sem barnastjarna. Hún fór meðal annars með hlutverk aðalpersónunnar í kvikmyndinni Harriet The Spy árið 1996 þar sem hún lék á móti Rosie O'Donnell. AFP/Nicholas Kamm
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. Reyndu að láta sem minnst á þér bera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. Reyndu að láta sem minnst á þér bera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant