Gaseitrun getur orðið ef gas lekur út í miklu magni í lokuðu rými og byggist á því að gasið rekur í burtu súrefnið úr loftinu og menn verða fyrir súrefnisskorti, að því er segir á vef Landspítalans.
Kolmónoxíð er hins vegar litlaus og lyktarlaus lofttegund sem myndast við bruna, binst blóðfrumum líkamans og kemur í veg fyrir að nægjanlegt súrefni berist til líffæra.
Báðar þessar eitranir geta valdið dauða.
Kolmónoxíð er þó mun líklegra til að valda alvarlegum eitrunum þar sem mun minna þarf af því en gasinu og erfiðara er að greina hvort það er til staðar.
Kolmónoxíð myndast við allan bruna en ef súrefnisflæði er nægjanlegt verður styrkur þess ekki það mikill að skaði hljótist af.
Fjölskyldu bandaríska leikarans Gene Hackmans grunar að hann og eiginkona hans, Betsy Arakawa, hafi mögulega látist af völdum kolmónoxíðeitrunar.
Dóttir Hackman, Elizabeth Jean Hackman, segir í samtali við TMZ í Bandaríkjunum að þau telji að eiturgufur hafi dregið hjónin til dauða.
Hún tekur þó fram að þau séu ekki alveg viss í sinni sök.
Lögreglan hefur þegar greint frá því að ekkert saknæmt sé talið hafa átt sér stað í tengslum við dauða Hackman og Arakawa. Málið sé þó í rannsókn.
Heimili hjónanna í Nýju-Mexíkó var reist árið 2000. Í umfjöllun TMZ er tekið fram að ekki sé vitað hvort hjónin hafi átt í vandræðum með gasleka í gegnum tíðina eða hvort óskað hafi verið eftir aðstoð viðgerðarmanna.
Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við TMZ að lögreglumenn hafi farið heim til Hackmans á miðvikudaginn til eftirlits í kjölfar ábendingar frá áhyggjufullum nágranna.
Lögreglumennirnir komu þá að hjónunum látnum. Kallað var eftir aðstoð slökkviliðsins og gasveitunnar til að tryggja að engar eiturgufur væri að finna í húsinu við leit og rannsókn málsins.
Hundur hjónanna fannst einnig dauður í húsinu.
Elizabeth segir að faðir hennar og stjúpmóðir hafi búið í húsinu frá árinu 2004 þegar hann lagði leiklistina á hilluna.
Gaseitrun getur orðið ef gas lekur út í miklu magni í lokuðu rými og byggist á því að gasið rekur í burtu súrefnið úr loftinu og menn verða fyrir súrefnisskorti, að því er segir á vef Landspítalans.
Kolmónoxíð er hins vegar litlaus og lyktarlaus lofttegund sem myndast við bruna, binst blóðfrumum líkamans og kemur í veg fyrir að nægjanlegt súrefni berist til líffæra.
Báðar þessar eitranir geta valdið dauða.
Kolmónoxíð er þó mun líklegra til að valda alvarlegum eitrunum þar sem mun minna þarf af því en gasinu og erfiðara er að greina hvort það er til staðar.
Kolmónoxíð myndast við allan bruna en ef súrefnisflæði er nægjanlegt verður styrkur þess ekki það mikill að skaði hljótist af.