Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Gene Hackman.
Gene Hackman. AFP

Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær.

Ekki er talið að lát þeirra hafi átt sér stað með saknæmum hætti en hjónin, sem höfðu verið gift frá árinu 1991, fundust látin við hlið hundsins síns.

Í yfirlýsingu frá Adan Mendoza, sýslumanns í Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó segir:

„Við getum staðfest að bæði Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin síðdegis á miðvikudag í bústað sínum á Sunset Trail.“

Hann gaf ekki upp dánarorsök eða sagði hvenær hjónin gætu hafa látist.

Hackman, sem tvívegis vann til Óskarsverðlauna, fernra Golden Globe-verðlauna og fjölda annarra verðlauna, var 95 ára gamall en eiginkona hans 63 ára.

Hackman með Robin Williams og Michael Caine á Golden Globe-hátíðinni …
Hackman með Robin Williams og Michael Caine á Golden Globe-hátíðinni árið 2003. AFP

Tvenn Óskarsverðlaun

Hackman kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1967 þegar hann lék í Bonnie and Clyde og þá lék hann í mörgum vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eins og Superman, The French Connection og Get Shorty, svo eitthvað sé nefnt.

Hackman hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Jimmy „Popeye“ Doyle í spennumynd William Friedkins The French Connection, árið 1971, og fyrir að vera besti leikarinn í aukahlutverki þegar hann lék Little Bill Daggett í vestra Clint Eastwood, Unforgiven, árið 1992.

Árið 2004 tilkynnti Hackman að hann væri hættur að leika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. Reyndu að láta sem minnst á þér bera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Hvað félagsleg samskipti varðar er betra að fara vítt en djúpt. Reyndu að láta sem minnst á þér bera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant