Hugmyndirnar streyma stöðugt fram

Bryan Adams er aldeilis ekki að rifa seglin þótt hann …
Bryan Adams er aldeilis ekki að rifa seglin þótt hann hafi verið í um hálfa öld í bransanum. mbl.is

„Ég er á leiðinni til Íslands,“ seg­ir Bry­an Adams, létt­ur í bragði, þegar ég spyr á síma­fundi okk­ar hvar hann sé stadd­ur í heim­in­um. Ekki er gott að segja hvað það ná­kvæm­lega þýðir en það gild­ir svo sem einu; hann er greini­lega með hug­ann við sitt næsta verk­efni, tvenna tón­leika í Eld­borg­ar­sal Hörpu 21. og 22. apríl. Upp­selt er á þá báða.

Hann hélt fjöl­sótta tón­leika hér á landi fyr­ir 11 árum og hlakk­ar til að snúa aft­ur. „Þegar tæki­færið bauðst þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar og ekki er verra að um tvenna tón­leika sé að ræða að þessu sinni.“

Tón­leik­arn­ir eru liður í Bare Bo­nes-tón­leika­ferðalag­inu, þar sem Adams kem­ur fram einn með gít­ar­inn ásamt pí­anó­leik­ara. „Það eru fimm ár síðan ég byrjaði á þessu og hug­mynd­in var ein­fald­lega að breyta til. Það get­ur líka verið erfitt að fara með heila hljóm­sveit á suma staði og mig hef­ur alltaf langað að fara eins víða og hægt er. Þetta form ger­ir mér það kleift. Mér skilst að ein­hverj­ir ætli að mæta, þannig að þetta ætti að verða stuð.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er svo margt sem manni getur dottið í hug en á samt enga möguleika í heimi raunveruleikans. Hamingja er að elska það sem þú gerir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er svo margt sem manni getur dottið í hug en á samt enga möguleika í heimi raunveruleikans. Hamingja er að elska það sem þú gerir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir