Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni verðlaunuð

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður dómnefndar, og …
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður dómnefndar, og verðlaunahafanir Elías Rúni, Mars Proppé, Rán Flygenring og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir í tröppum Höfða. Morgunblaðið/Árni Sæberg

​Barna­bóka­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar 2025 voru veitt í Höfða rétt í þessu. Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur af­henti verðlaun­in sem veitt eru í þrem­ur flokk­um.

Lóa Hlín Hjálm­týs­dótt­ir hlaut verðlaun­in í flokki frum­sam­inna verka fyr­ir Mamma sand­kaka sem Salka gef­ur út, Rán Flygenring í flokki mynd­lýs­inga fyr­ir Tjörn­ina sem Ang­ú­stúra gef­ur út og Elías Rúni og Mars Proppé í flokki þýðinga fyr­ir Kynseg­in sem Salka gef­ur út.

Í dóm­nefnd sátu Sigrún Mar­grét Guðmunds­dótt­ir formaður, skipuð af Reykja­vík bók­mennta­borg UNESCO, Arn­grím­ur Vídalín, skipaður af Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands og Bergrún Adda Páls­dótt­ir, skipuð af Fé­lagi ís­lenskra teikn­ara.

Besta starf í heimi

„Það er mik­ill heiður að hljóta ein elstu barna­bóka­verðlaun lands­ins og gam­an að fá þessa hvatn­ingu enda er þetta ekki starf sem maður vel­ur sér fyr­ir pen­inga og aura. Þetta er mjög heimsku­legt starf að velja sér upp á praktísku hlut­ina en besta starf í heimi hvað varðar sjálfa vinn­una. Eins er það ein­stak­lega gef­andi að hitta og lesa fyr­ir krakka sem finnst bæk­urn­ar skemmti­leg­ar,“ seg­ir Lóa Hlín sem einnig hlaut verðlaun­in árið 2023 fyr­ir bók­ina Héra­gerði: æv­in­týri um súkkulaði & kátínu.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Mömmu sand­köku seg­ir:

„Lóa Hjálm­týs­dótt­ir er eng­inn nýgræðing­ur í því að sprengja fólk á öll­um aldri úr hlátri og Mamma sand­kaka er þar eng­in und­an­tekn­ing. Bók­in er sjálf­stætt fram­hald af Mamma kaka, sem er af­skap­lega fynd­in bók, en hér geng­ur Lóa jafn­vel lengra í húmorn­um. Hér rík­ir ein­tóm gleði og for­eldr­ar fá tals­vert fyr­ir sinn snúð á sama tíma og börn­in.“

Bók Lóu Hlínar Mamma sandkaka þykir sérstaklega fyndin.
Bók Lóu Hlín­ar Mamma sand­kaka þykir sér­stak­lega fynd­in. Ljós­mynd/​Sunna Ben

Mik­il hvatn­ing

„Þetta er mik­il hvatn­ing, eins klisju­legt og það kann að hljóma. Þó maður hafi áður fengið verðlaun þá er þetta pepp til þess að dúndra í næstu bók og trúa á það sem maður er að gera,“ seg­ir Rán en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýt­ur verðlaun­in.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um bók­ina Tjörn eft­ir Rán seg­ir:

„Í Tjörn­inni sjá­um við sann­kallað æv­in­týri í garðinum þar sem er svo svaka­lega margt í gangi. Við hvern lest­ur þá sýna mynd­irn­ar okk­ur eitt­hvað nýtt og á sama tíma gefa þær sög­unni svo mikla dýpt. Teikn­ing­arn­ar flæða, raðast í röð, fylla upp í rýmið og stund­um geta þær meira að segja stöðvað tím­ann. Rán hef­ur hér gefið okk­ur kunn­ug­leg­an en jafn­framt æv­in­týr­an­leg­an heim.

Rán Flygenring teiknar og skrifar um lífið sem hverfist um …
Rán Flygenring teikn­ar og skrif­ar um lífið sem hverf­ist um tjörn­ina í bak­g­arðinum. Eggert Jó­hann­es­son

Þýðing­ar mik­il­væg­ar frá vinkli hinseg­in-bók­mennta

 „Frá vinkli hinseg­in-bók­mennta þá er mjög skýrt að þýðing­ar eru mik­il­væg­ar. Við eig­um af­skap­lega fal­legt tungu­mál sem hef­ur brugðist skjótt við þörf­inni á allskon­ar nýyrðum í teng­ingu við hinseg­in raun­veru­leika og það væri synd að koma þeim ekki í notk­un víðar en bara í tal­máli. Þetta á sér­sta­kega við um barna­bók­mennt­ir þar sem börn­in eiga erfiðara en full­orðnir með að afla sér sjálf fræðslu um fjöl­breyti­leik­ann á net­inu og á öðrum tungu­mál­um,“ seg­ir Mars.

 Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Kynseg­in seg­ir:

„Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáld­sög­una Kynseg­in, sjálfsævi­sögu þar sem Maia Koba­be seg­ir frá því hvernig hín fann sjálft sig eft­ir margra ára sjálfs­efa og óvissu. Þessi teikni­mynda­saga er listi­lega gert verk um mik­il­vægt mál­efni og hef­ur án efa verið áskor­un fyr­ir þýðend­urna tvo sem leystu ým­isskon­ar vanda­mál af lagni og virðingu fyr­ir efn­inu.“

Mars þýddi bókina Kynsegin ásamt Elíasi Rúna.
Mars þýddi bók­ina Kynseg­in ásamt Elíasi Rúna. mbl.is/Á​sdís

Viðtöl við verðlauna­haf­a má finna í menn­ing­arsíðum morg­undags­ins á morg­un, fimmtu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Fólk gerir miklar kröfur til þín og þú þarft að gæta þess að fá tíma fyrir sjálfan þig. Hvað sem þú gerir í framhaldinu, skaltu hætta að vera reiður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Fólk gerir miklar kröfur til þín og þú þarft að gæta þess að fá tíma fyrir sjálfan þig. Hvað sem þú gerir í framhaldinu, skaltu hætta að vera reiður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir