Fórnarlamb Jeffrey Epsteins og Andrésar prins látið

Mynd sem tekin var af Andrési prins, Virginiu Giuffre og …
Mynd sem tekin var af Andrési prins, Virginiu Giuffre og Ghislaine Maxwell á ótilgreindum stað. Myndin var fyrst birt 9. ágúst 2021. Handout / US District Court - Southern District of New York (SDNY) / AFP

Virg­inia Giuf­fre, sem sakaði Andrés prins og fleiri valda­mikla menn um að hafa mis­notað sig kyn­ferðis­lega þegar hún var ung­ling­ur er lát­in aðeins 41 árs að aldri.

Giuf­fre framdi sjálfs­víg á heim­ili sínu í Vest­ur-Ástr­al­íu síðastliðinn föstu­dag.

„Virg­inia var harður stríðsmaður í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi og kyn­lífsm­an­sali. Hún var ljósið sem lyfti svo mörg­um sem komust af,“ sagði fjöl­skylda henn­ar í yf­ir­lýs­ingu. „Þrátt fyr­ir allt mót­lætið sem hún stóð frammi fyr­ir í lífi sínu skein hún svo skært. Henn­ar verður sárt saknað.“

Hin banda­ríska Giuf­fre, sem bjó í Ástr­al­íu um ára­bil, varð talsmaður þolenda kyn­lífsm­an­sals eft­ir að hún steig fram í marg­um­töluðu máli auðkýf­ings­ins Jef­frey Ep­steins. Giuf­fre steig fram eft­ir að frum­rann­sókn á mál­um Ep­steins lauk, en hann var sakaður um kyn­lífsm­an­sal á tug­um ung­lings­stúlkna og ungra kvenna.

Byrjaði sem starfsmaður á klúbbi Trumps

Giuf­fre sagðist hafa starfað sem ung­ling­ur í heilsu­lind á Mar-a-Lago Palm Beach-klúbbi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta þegar kær­asta Ep­steins, Ghislaine Maxwell, hafði sam­band við hana. Þetta var árið 2000.

Giuf­fre sagði Maxwell hafa ráðið hana, líkt og svo marg­ar aðrar ung­lings­stúlk­ur, sem nudd­ara Ep­steins, en að hún hafi í raun verið gerð að kyn­lífsþjóni fyr­ir þau og marga aðra valda­mikla vini Ep­steins, þ.á.m Andrés prins, þegar hún var 17 og 18 ára.

Eft­ir að málið komst í há­mæli lét prins­inn af kon­ung­leg­um skyld­um sín­um og árið 2022 á hann að hafa samið við Giuf­fre um ótil­greinda upp­hæð.

Ep­stein framdi sjálfs­víg í fang­elsi árið 2019. Maxwell var fund­in sek fyr­ir man­sal og sam­særi árið 2021 og afplán­ar nú 20 ára dóm.

Giuf­fre var gift Robert Giuf­fre frá ár­inu 2002 og eignaðist með hon­um þrjú börn. Þau skildu fyrr á þessu ári. 

Hollywood Report­er

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er svo margt sem manni getur dottið í hug en á samt enga möguleika í heimi raunveruleikans. Hamingja er að elska það sem þú gerir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það er svo margt sem manni getur dottið í hug en á samt enga möguleika í heimi raunveruleikans. Hamingja er að elska það sem þú gerir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir