Viktoría rakst óvænt á Harry Styles

Viktoría Kjartansdóttir gerði sér glaðan dag og fór til Lundúna.
Viktoría Kjartansdóttir gerði sér glaðan dag og fór til Lundúna. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Vikt­oría Kjart­ans­dótt­ir fór ný­verið í sól­ar­hrings­ferð til Lund­úna til að sjá söng­kon­una Beyoncé á tón­leik­um. Ferðin tók þó óvænta stefnu þegar hún sá tón­list­ar­mann­inn Harry Sty­les rölta ró­lega um göt­ur borg­ar­inn­ar, eins og hver ann­ar íbúi Lund­úna.

Dag­legt brauð

Vikt­oría var stödd í leigu­bíl á leið á tón­leik­ana og var í þann mund að taka mynd­band til að sýna frá ferðinni á TikT­ok þegar Sty­les gekk fram hjá. Hún varð al­gjör­lega orðlaus þegar Sty­les gekk fram hjá bíln­um. Fólkið í kring virt­ist aft­ur á móti ekki gera mikið úr þessu, líkt og slíkt væri dag­legt brauð í borg­inni.

Hef­ur komið sér vel fyr­ir

Sty­les hef­ur síðustu miss­eri verið dug­leg­ur að njóta hvers­dags­ins í Lund­ún­um. Hann hef­ur sést hjóla um miðbæ­inn, fá sér kaffi og sæta­brauð og borða á veit­inga­stöðum í ró­leg­heit­um. Klæðaburður hans er af­slappaður, með áherslu á þæg­indi frek­ar en tísku­yf­ir­lýs­ing­ar - hettupeys­ur, víðar bux­ur og der­húf­ur eru al­geng­ir val­kost­ir hans.

Hér fyr­ir neðan má sjá mynd­bönd­in sem Vikt­oría birti frá þess­ari eft­ir­minni­legu ferð:



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvíld er lykillinn að betri nýrri viku. Ekki láta þig sannfæra um að þú þurfir að vera sífellt í gangi. Það er hugrekki í því að hvíla sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvíld er lykillinn að betri nýrri viku. Ekki láta þig sannfæra um að þú þurfir að vera sífellt í gangi. Það er hugrekki í því að hvíla sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir