Leikarinn Elliot Page sást á vappi í Reykjavík í dag. Page er um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Odyssey eða Ódýseyfskviðu. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Christopher Nolan.
Zendaya, Matt Damon og Christopher Nolan hafa öll sést á götum borgarinnar þessa vikuna en þau leika öll í kvikmyndinni. Stjörnur á borð við Tom Holland, Robert Pattison, Anne Hathaway og Charlize Theron koma einnig að myndinni. Ekki er þó vitað hvort þau séu stödd hér á landi.
Nikolay Galinov rakst á Page við Reykjavíkurhöfn í dag og smellti einni mynd af uppákomunni.