Lilja Sif krýnd Miss Supranational 2025

Lilja Sif og Manuela Ósk.
Lilja Sif og Manuela Ósk.

Lilja Sif Pét­urs­dótt­ir, full­trúi Íslands í alþjóðlegu feg­urðarsam­keppn­inni Miss Supr­anati­onal 2025, var í kvöld krýnd Miss Supr­anati­onal Europe, sem er einn virt­asti tit­ill keppn­inn­ar. Hún hlaut einnig titil­inn Miss Photogenic 2025, sem veitt­ur er þeim kepp­anda sem þykir standa sig best fyr­ir fram­an mynda­vél­ina.

Keppn­in fór fram síðasta föstu­dag í Strzelecki Park Amp­hit­hea­ter í Nowy Sącz í Póllandi, þar sem kon­ur frá yfir 60 lönd­um kepptu til úr­slita. Lilja komst fyrst í hóp 24 kepp­enda sem héldu áfram í keppn­inni, síðan í 12 manna úr­vals­hóp og tryggði sér að lok­um sig­ur­inn sem Miss Supr­anati­onal Europe 2025. Með sigr­in­um er Lilja Sif orðin op­in­ber full­trúi Evr­ópu inn­an keppn­inn­ar.

Ekki fyrsti sig­ur Lilju

Lilja hef­ur áður hlotið at­hygli fyr­ir sig­ur í Ung­frú Ísland 2023 og þátt­töku í Miss Uni­verse. Með framúrsk­ar­andi sviðsfram­komu, nátt­úru­legri út­geisl­un og fag­mennsku hef­ur hún unnið hug og hjörtu bæði dóm­nefnd­ar og áhorf­enda.

„Ég á erfitt með að lýsa þess­ari stund. Þetta er ótrú­leg viður­kenn­ing og mér þykir óend­an­lega vænt um stuðning­inn sem ég hef fengið frá fólki frá öll­um heims­horn­um. Ég vona að þetta sé hvatn­ing til annarra ungra kvenna að fylgja draum­um sín­um,“ seg­ir Lilja Sif.

„Þetta er sig­ur fyr­ir hana, fyr­ir okk­ur öll og fyr­ir Ísland.“

Viðstödd í saln­um var Manu­ela Ósk Harðardótt­ir, eig­andi og stjórn­andi Ung­frú Ísland, ásamt meg­in­hluta teym­is keppn­inn­ar

„Þetta er ólýs­an­leg stund. Lilja hef­ur lagt hjarta sitt og sál í und­ir­bún­ing­inn og sýnt að ís­lensk­ur kraft­ur skín í gegn á alþjóðleg­um vett­vangi. Við erum ótrú­lega stolt af henni – þetta er sig­ur fyr­ir hana, fyr­ir okk­ur öll og fyr­ir Ísland,“ seg­ir Manu­ela Ósk.

Með þess­um ár­angri hef­ur Lilja tryggt sér mik­il­væg­an sess í alþjóðlegu feg­urðarsam­fé­lagi og mun á næstu mánuðum taka þátt í ýms­um alþjóðleg­um viðburðum, góðgerðaverk­efn­um og kynn­ing­ar­starfi á veg­um Miss Supr­anati­onal.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Dagurinn hentar vel til að skapa rólegt andrúmsloft. Þú þarft ekki mikinn hávaða eða hraða til að finna hamingju. Í kyrrðinni finnur þú það sem skiptir máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Dagurinn hentar vel til að skapa rólegt andrúmsloft. Þú þarft ekki mikinn hávaða eða hraða til að finna hamingju. Í kyrrðinni finnur þú það sem skiptir máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir