Myndir: Norah Jones heillaði gesti í Eldborg

Norah Jones hreif heimsbyggðina fyrst árið 2002 og hefur gert …
Norah Jones hreif heimsbyggðina fyrst árið 2002 og hefur gert æ síðan. mbl.is/Birta Margrét

Upp­selt var á VISI­ONS-stór­tón­leika söng­kon­unn­ar og Grammy­verðlauna­haf­ans Noruh Jo­nes sem fram fóru fyrr í kvöld.

Upp­haf­lega stóð ein­ung­is til að Jo­nes héldi eina tón­leika í Eld­borg þann 3. júlí, en þess­um auka­tón­leik­um var bætt við eft­ir að upp seld­ist á þá tón­leika á nokkr­um mín­út­um. 

Tónleikagestir voru spenntir að hlýða á sönginn.
Tón­leika­gest­ir voru spennt­ir að hlýða á söng­inn. mbl.is/​Birta Mar­grét
Glatt var yfir tónleikagestum, enda um einstaklega ljúfa tóna að …
Glatt var yfir tón­leika­gest­um, enda um ein­stak­lega ljúfa tóna að ræða. Hér sjást þau Regína Ósk og Friðrik Ómar. mbl.is/​Birta Mar­grét

Hreif heims­byggðina með sér

Norah Jo­nes kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið þegar hún gaf 22 ára göm­ul út plöt­una Come away with me árið 2002 sem blandaði djass sam­an við kántrí, blús, þjóðlaga­tónlist og popp. Sjálf lýsti hún plöt­unni sem „lít­illi og nota­legri“.

Hlust­end­ur urðu hug­fangn­ir af ein­stakri rödd söng­kon­unn­ar og hlaut hún ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir plöt­una sem seld­ist í tæp­um 30 millj­ón­um ein­taka, þar á meðal fimm Grammy-verðlaun.

Síðan þá hef­ur Jo­nes hlotið fimm Grammy-verðlaun til viðbót­ar og gefið út fjöld­ann all­an af vin­sæl­um sóló­plöt­um, nú síðast plöt­una VISI­ONS sem tón­leik­arn­ir í Eld­borg eru kennd­ir við. 

mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét

Fyrsti viðkomu­staður á tón­leika­ferðalagi

Tón­leik­arn­ir í Hörpu eru þeir fyrstu í tón­leikaröð Jo­nes um Evr­ópu, en næsti viðkomu­staður er Osló. 

Með sér á tón­leik­un­um hef­ur hún hljóm­sveit og mun Lauf­ey einnig slást til liðs við Jo­nes á tón­leika­ferðalag­inu.

Noruh fylgir einvalalið tónlistarmanna á tónleikaferðalaginu.
Noruh fylg­ir ein­valalið tón­list­ar­manna á tón­leika­ferðalag­inu. Sam­sett mynd/​mbl.is/​Birta Mar­grét
Uppselt varð á báða tónleika söngkonunnar í Eldborg.
Upp­selt varð á báða tón­leika söng­kon­unn­ar í Eld­borg. mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is/​Birta Mar­grét
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur tækifæri til að styrkja sjálfstraust og skýra markmið. Taktu tíma í að rifja upp hvað skiptir máli og hvernig þú vilt láta rödd þína heyrast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú hefur tækifæri til að styrkja sjálfstraust og skýra markmið. Taktu tíma í að rifja upp hvað skiptir máli og hvernig þú vilt láta rödd þína heyrast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir