Ágústa Johnson flottust í Amalíuhöll

Forseti Íslands í Danmörku | 25. janúar 2017

Ágústa Johnson í blúndukjól í Amalíuhöll

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, klæddist glæsilegum gráhvítum blúndukjól í hátíðarkvöldverði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll. Kjóllinn sem hún klæddist var perluskreyttur með V-hálsmáli og gegnsæjum ermum. Kjóllinn var sérsaumaður á Ágústu af íslensku klæðskerunum í Eðalklæðum. Við kjólinn var hún með perluhálsmen frá franska tískuhúsinu Chanel. 

Ágústa Johnson í blúndukjól í Amalíuhöll

Forseti Íslands í Danmörku | 25. janúar 2017

Ágústa Johnson klæddist ljósgráum blúndukjól og var með perlufesti við.
Ágústa Johnson klæddist ljósgráum blúndukjól og var með perlufesti við. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, klæddist glæsilegum gráhvítum blúndukjól í hátíðarkvöldverði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll. Kjóllinn sem hún klæddist var perluskreyttur með V-hálsmáli og gegnsæjum ermum. Kjóllinn var sérsaumaður á Ágústu af íslensku klæðskerunum í Eðalklæðum. Við kjólinn var hún með perluhálsmen frá franska tískuhúsinu Chanel. 

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, klæddist glæsilegum gráhvítum blúndukjól í hátíðarkvöldverði Margrétar Danadrottningar í Amalíuhöll. Kjóllinn sem hún klæddist var perluskreyttur með V-hálsmáli og gegnsæjum ermum. Kjóllinn var sérsaumaður á Ágústu af íslensku klæðskerunum í Eðalklæðum. Við kjólinn var hún með perluhálsmen frá franska tískuhúsinu Chanel. 

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing bauð for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni, og El­izu Reid for­setafrú til hátíðar­kvöld­verðar í Amalíu­höll í gærkvöldi í Kaup­manna­höfn. Veisl­an fór fram í höll Kristjáns VII. Fjöl­mennu fylgd­arliði for­seta var einnig boðið.

Ásamt drottn­ingu tók Hinrik prins á móti gest­um og krón­prins­hjón­in Friðrik og María, sem munu fylgja Guðna og El­izu út um víðan völl í dag, mættu einnig prúðbúðin. Að auki mætti Jóakim prins og kona hans María, ásamt yngri syst­ur drottn­ing­ar­inn­ar, Bene­diktu prins­essu.

Frétt af mbl.is: Forsetinn og „strákurinn úr Borgarnesi“ í boði drottningar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skálaði við Margréti Danadrottningu í …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skálaði við Margréti Danadrottningu í hátíðarkvöldverði í Amalíuhöll. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
Salurinn var glæsilega skreyttur og ekkert til sparað.
Salurinn var glæsilega skreyttur og ekkert til sparað. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Grímur Sæmundsen í Bláa lóninu og …
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Grímur Sæmundsen í Bláa lóninu og Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
Ólafur Elíasson var glæsilegur til fara.
Ólafur Elíasson var glæsilegur til fara. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is