Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Hreyfingar, sat við hliðina á Hinriki prins í veislu Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands sem haldin var á Íslandsbryggju í gær. Hinrik prins er kominn á eftirlaun og vinnur engin störf nema það sem hann langar til. Guðni Th. og Eliza hafa greinilega heillað hann því hann hefur verið virkur þátttakandi í þessari opinberu heimsókn.
Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Hreyfingar, sat við hliðina á Hinriki prins í veislu Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands sem haldin var á Íslandsbryggju í gær. Hinrik prins er kominn á eftirlaun og vinnur engin störf nema það sem hann langar til. Guðni Th. og Eliza hafa greinilega heillað hann því hann hefur verið virkur þátttakandi í þessari opinberu heimsókn.
Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Hreyfingar, sat við hliðina á Hinriki prins í veislu Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands sem haldin var á Íslandsbryggju í gær. Hinrik prins er kominn á eftirlaun og vinnur engin störf nema það sem hann langar til. Guðni Th. og Eliza hafa greinilega heillað hann því hann hefur verið virkur þátttakandi í þessari opinberu heimsókn.
Ég hafði samband við Ágústu Johnson og spurði hana hvernig hefði verið að sitja við hliðina á Hinriki.
„Það var afskaplega ánægjulegt og heiður að fá að sitja til borðs með Hinrik. Hann er sérlega indæll og við ræddum meðal annars um hve íslensku tónlistarmennirnir, Sigríður Thorlacius og hljómsveit voru góð og hve Ísland væri framarlega í tónlist í heiminum. Við hjónin fengum einnig tækifæri þetta kvöld til að spjalla við krónprinsinn og prinsessuna og við gátum meðal annars skipst á skemmtilegum tvíburasögum við þau. Þetta er yndislegt fólk og þau tóku einstaklega vel á móti okkur Íslendingum,“ segir Ágústa.