Það var mikið um dýrðir í menningarhúsinu við Norðurbryggju, nánartiltekið á fimmtu hæð, í gærkvöldi þegar Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eiginkona hans, buðu til veislu. Sendiráð Íslands er í sama húsi og líka veitingastaðurinn Noma.
Það var mikið um dýrðir í menningarhúsinu við Norðurbryggju, nánartiltekið á fimmtu hæð, í gærkvöldi þegar Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eiginkona hans, buðu til veislu. Sendiráð Íslands er í sama húsi og líka veitingastaðurinn Noma.
Það var mikið um dýrðir í menningarhúsinu við Norðurbryggju, nánartiltekið á fimmtu hæð, í gærkvöldi þegar Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eiginkona hans, buðu til veislu. Sendiráð Íslands er í sama húsi og líka veitingastaðurinn Noma.
Danska konungsfjölskyldan lét sig ekki vanta og heldur ekki íslenska sendinefndin. Bæði Guðni forseti og Einar Már Guðmundsson rithöfundur fóru á kostum í ræðuhöldum og allir höfðu gaman að, sér í lagi drottningin sem brosti út að eyrum oft og tíðum.
Danska leikkonan Sofie Gråbøl virtist skemmta sér mjög vel og hló mikið að þessum báðum ræðum.
Boðið var upp á íslenskan bjór, malt og appelsín og íslenskt hlaðborð með smáréttum. Auk þess voru allar skreytingar í boðinu frá Íslandi.