Sjálfstýribúnaður Tesla til rannsóknar

Tesla | 16. ágúst 2021

Sjálfstýribúnaður Tesla til rannsóknar

Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (National Highway Traffic Safety Administration) hóf í dag rannsókn á sjálfstýringabúnaði Tesla-bifreiðanna en ellefu bílslys eru sögð tengjast búnaðinum á einhvern hátt. Slysin sem eru til rannsóknar eru frá síðustu þremur árum en í einu þeirra varð mannfall en í sjö þeirra urðu slys á fólki.

Sjálfstýribúnaður Tesla til rannsóknar

Tesla | 16. ágúst 2021

Árið 2019 voru 858 Tesla Model 3-bifreiðar nýskráðar á Íslandi. …
Árið 2019 voru 858 Tesla Model 3-bifreiðar nýskráðar á Íslandi. Það var vinsælasti bíllinn það árið með 251 fleiri eintök en næsta tegund á eftir. AFP

Um­ferðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (Nati­onal Highway Traffic Sa­fety Adm­in­istrati­on) hóf í dag rann­sókn á sjálf­stýr­inga­búnaði Tesla-bif­reiðanna en ell­efu bíl­slys eru sögð tengj­ast búnaðinum á ein­hvern hátt. Slys­in sem eru til rann­sókn­ar eru frá síðustu þrem­ur árum en í einu þeirra varð mann­fall en í sjö þeirra urðu slys á fólki.

Um­ferðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna (Nati­onal Highway Traffic Sa­fety Adm­in­istrati­on) hóf í dag rann­sókn á sjálf­stýr­inga­búnaði Tesla-bif­reiðanna en ell­efu bíl­slys eru sögð tengj­ast búnaðinum á ein­hvern hátt. Slys­in sem eru til rann­sókn­ar eru frá síðustu þrem­ur árum en í einu þeirra varð mann­fall en í sjö þeirra urðu slys á fólki.

Sjálf­stýri­búnaður­inn hef­ur sætt tölu­verðri gagn­rýni en Elon Musk, stofn­andi Tesla Motors, seg­ir bíl­stjór­ann þurfa að fylgj­ast náið með akstr­in­um enda þurfi hann að halda utan um stýrið á meðan akstri stend­ur. Þrátt fyr­ir það hef­ur búnaður­inn verið gagn­rýnd­ur þar sem auðvelt sé að blekkja hann þannig að hann keyri áfram án at­hygli bíl­stjór­ans.

Rann­sókn­inni er aðallega ætlað að safna gögn­um um slys­in og veita stofn­un­inni betri sýn á þau og aðkomu sjálf­stýri­búnaðar­ins. Um­ferðarör­ygg­is­stofn­un­in minn­ir al­menn­ing á að eng­in bif­reið sem bjóðist neyt­end­um í dag geti keyrt sig sjálf­ir.

Ein­hverj­ir bíl­ar kunni að vera bún­ir búnaði sem geti hjálpað bíl­stjór­um að bægja frá árekstr­um eða draga úr tjóni af völd­um þeirra en eins og með alla aðra tækni þurfi bíl­stjór­ar enn sem áður að nota hana á skyn­sam­an hátt.

mbl.is