Segir Rauðagerðismálið umfangsmikið klúður

Manndráp í Rauðagerði | 22. október 2021

Segir Rauðagerðismálið umfangsmikið klúður

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar, segir Rauðagerðismálið „eitt umfangsmesta klúður í sögu“ lögreglunnar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 

Segir Rauðagerðismálið umfangsmikið klúður

Manndráp í Rauðagerði | 22. október 2021

Frá gæsluvarðhaldsaðgerðum lögreglu.
Frá gæsluvarðhaldsaðgerðum lögreglu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stein­berg­ur Finn­boga­son, lögmaður Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar, seg­ir Rauðagerðismálið „eitt um­fangs­mesta klúður í sögu“ lög­regl­unn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag. 

Stein­berg­ur Finn­boga­son, lögmaður Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar, seg­ir Rauðagerðismálið „eitt um­fangs­mesta klúður í sögu“ lög­regl­unn­ar, í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í dag. 

Ant­on Krist­inn var einn af þeim sem var grunaður í mál­inu og var hann hneppt­ur í tveggja vikna gæslu­v­arðhald vegna þess en var síðan sleppt og var aldrei ákærður.

Steinbergur Finnbogason.
Stein­berg­ur Finn­boga­son.

Málið snýst um morðið á Arm­ando Beqirai, þann 13. fe­brú­ar síðastliðinn í Rauðagerði. Angj­el­in Sterkaj, sem játaði sök í mál­inu, var dæmd­ur í sex­tán ára fang­elsi í gær fyr­ir morðið. Þrír aðrir sak­born­ing­ar í mál­inu voru sýknaðir.

Stein­berg­ur bend­ir á að lög­regl­an hafi á sín­um tíma sagt að um hafi verið að ræða um­fangs­mestu rann­sókn á starfs­tíma lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur í gær er vart hægt að túlka öðru­vísi en að einnig sé um að ræða eitt um­fangs­mesta klúður í sögu embætt­is­ins. Ekki ein­göngu vegna sýknu­dóm­anna sem féllu, held­ur einnig vegna aug­ljósr­ar vand­læt­ing­ar dóm­ar­ans sem tel­ur vinnu­brögð lög­regl­unn­ar ámæl­is­verð,“ skrif­ar Stein­berg­ur. 

Seg­ir að lög­regl­an hafi sett fram órök­studd­ar sam­særis­kenn­ing­ar

Þar minn­ist hann þess þegar lög­regl­an fékk samþykkta kröfu um að fella niður skip­un hans sem verj­anda Ant­ons. 

Hann var síðan með klækj­a­brögðum svipt­ur lög­manni sín­um og verj­anda, vegna meintr­ar vitna­skyldu sem hafði enga þýðingu, eins og sýknu­dóm­arn­ir vitna um.

Fjór­tán manns fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings í Rauðagerðismál­inu, af þeim voru níu sett­ir í gæslu­v­arðhald og sjö úr­sk­urðaðir í far­bann. 

„Lög­regl­an lét ekki duga að láta leiðast út á villi­göt­ur í rann­sókn­inni en lagði að auki fram skýrslu til dóms­ins með órök­studd­um sam­særis­kenn­ing­um um skipu­lagða morðaðför,“ skrif­ar Stein­berg­ur.

„Héraðsdóm­ur afþakk­ar þetta „sérálit“, sem hann dæm­ir brot á hlut­lægn­is­skyldu og seg­ir vinnu­brögðin ámæl­is­verð.Þá vek­ur líka furðu að lög­regl­an hafi í marg­ar vik­ur vitað um vopnið í hönd­um þess sem nú hef­ur verið dæmd­ur fyr­ir morðið í Rauðagerði.“

Lög­regl­an hafi valdið fólk­inu al­var­leg­um miska

Stein­berg­ur dreg­ur hæfi lög­regl­unn­ar stór­lega í efa. 

Hún hef­ur orðið ber að því eina ferðina enn að brjóta á rétt­ind­um fjöl­margra ein­stak­linga, gera þá að sak­born­ing­um, hneppa í gæslu­v­arðhald og valda þeim al­var­leg­um miska með glanna­leg­um yf­ir­lýs­ing­um og marg­vís­leg­um öðrum hætti,“ skrif­ar Stein­berg­ur og jafn­framt:

„Ein­falda verka­skipt­ing­in sem héraðsdóm­ur­inn var að minna lög­regl­una á í dómi gær­dags­ins er að lög­regl­an á að rann­saka mál til þess að leiða hið rétta í ljós. Ákæru­svið lög­regl­unn­ar og sak­sókn­ari taka síðan við og ákæra ef til­efni þykir til.

Dóm­stól­ar úr­sk­urða að lok­um um sekt eða sýknu og taka ákvörðun. Þetta er ekki flók­in verka­skipt­ing en e.t.v. er engu að síður ástæða til þess að árétta hana á símennt­un­ar­nám­skeiðum fyr­ir stjórn­end­ur lög­regl­unn­ar – ef ein­hver slík eru þá hald­in.“

mbl.is