„Við höfum reyndar ekkert fylgst með þessu í dag en fórum þarna til Santa Cruz í gær, þessar myndir eru bara teknar úr rútunni en maður sá alveg bjarmann og allt svoleiðis,“ segir Jón Óskar Þórhallsson, ferðalangur á Tenerife þar sem svæsnustu skógareldar í áratugi, jafnvel frá upphafi vega, ógna byggð og mannlífi.
„Við höfum reyndar ekkert fylgst með þessu í dag en fórum þarna til Santa Cruz í gær, þessar myndir eru bara teknar úr rútunni en maður sá alveg bjarmann og allt svoleiðis,“ segir Jón Óskar Þórhallsson, ferðalangur á Tenerife þar sem svæsnustu skógareldar í áratugi, jafnvel frá upphafi vega, ógna byggð og mannlífi.
„Við höfum reyndar ekkert fylgst með þessu í dag en fórum þarna til Santa Cruz í gær, þessar myndir eru bara teknar úr rútunni en maður sá alveg bjarmann og allt svoleiðis,“ segir Jón Óskar Þórhallsson, ferðalangur á Tenerife þar sem svæsnustu skógareldar í áratugi, jafnvel frá upphafi vega, ógna byggð og mannlífi.
Birtir Jón Óskar úrval mynda sinna í hinu vinsæla Facebook-samfélagi „Tenerife tips !“, sem telur nú hátt í 24.000 félaga, og segir við mbl.is að þar sem hann og hans fólk dvelja í Costa Adeje sjáist engin merki eldanna en eftir um 40 mínútna akstur í átt að höfuðborginni Santa Cruz megi glöggt sjá reykjarmökkinn stíga til himins. Sendi Jón Óskar mbl.is enn fremur myndskeiðið sem fylgir þessu viðtali.
„Við fengum smá ösku yfir okkur í Santa Cruz en mesta sjónarspilið var að sjá flugvélarnar koma og fylla á vatnsbirgðirnar í höfninni, það tók ekki nema fimmtán-tuttugu sekúndur, þær sópa bara í sig vatninu og fara svo á loft aftur,“ segir Jón Óskar og játar að þarna hafi hann fundið nokkuð fyrir þeim hamförum sem nú herja á þessa vinsælu sumarparadís þúsunda Íslendinga.
„Það fór aðeins um mann að fá þetta svona nærri sér, dálítil ónotatilfinning, en fólk var auðvitað bara rólegt að fylgjast með vélunum og taka myndir af þeim, þær komu mjög ört,“ segir Jón Óskar frá.
Hann segir ekki mikla umræðu um eldana í Íslendingahópnum sem nú er staddur á hans svæði, alltént hafi hann ekki lagt eyrun sérstaklega við slíku. „Ég hef bara verið að fylgjast með Svala [Sigvalda Kaldalóns], ég held að hann myndi setja inn [á samfélagsmiðla] ef það væri eitthvað að óttast. Það var umræða á Facebook um hvort það væri óhætt að fara til Santa Cruz en ég hef ekki séð neina umræðu um annað,“ segir Jón Óskar.
Þau föruneytið eru í tveggja vikna ferð og á leið heim að fósturjarðar strönd og hlíðum á laugardaginn í næstu viku eftir dvöl á heitasta – og nú sjóðheitum – sumarleyfisstað Íslendinga síðustu árin.