„Ég finn á kjósendum að þeir vilja pólitískari umræðu og að stjórnmálamenn hafi skýrar skoðanir og stefnur í flestum málum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
„Ég finn á kjósendum að þeir vilja pólitískari umræðu og að stjórnmálamenn hafi skýrar skoðanir og stefnur í flestum málum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
„Ég finn á kjósendum að þeir vilja pólitískari umræðu og að stjórnmálamenn hafi skýrar skoðanir og stefnur í flestum málum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Morgunblaðið ræðir á næstu dögum við alla oddvita flokkanna sem bjóða fram til Alþingis, en í dag birtust viðtöl við oddvitana í Reykjavík suður.
Þjóðin getur ekki enn á ný skilað auðu í menntamálum í aðdraganda kosninga að mati Áslaugar og segir hún alla landsmenn og ekki síst börnin eiga skilið að menntamálin verði í forgrunni.
„Við ákváðum strax að setja fram skýra stefnu sem grundvallast í 21 aðgerð í menntamálum,“ segir hún en þannig yrði náð utan um helsta vandann.
Sjálfstæðisflokkurinn vill sjá nýja þekkingarmiðaða aðalnámskrá og nýtt skiljanlegt námsmat sem leggur af bókstafi. Flokkurinn leggur einnig til samræmd próf því nauðsynlegt sé að mæla árangur.
Áslaug Arna segir grunnskólakerfið ekki einkamál þeirra sem vinna þar. Það verði að vera samvinnuverkefni stjórnvalda, stjórnmálanna, kerfisins, kennara, foreldra og í raun allra, því menntamál skipti alla máli.