Öll heilbrigðisþjónusta verði ókeypis

Alþingiskosningar 2024 | 9. nóvember 2024

Öll heilbrigðisþjónusta verði ókeypis

Að sögn Karls Héðins Kristjánssonar, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, er helsta áhersluatriði flokksins að stuðla að mótun og myndun stofnana sem hafa getu til þess að beita sér fyrir hagsmunum almennings.

Öll heilbrigðisþjónusta verði ókeypis

Alþingiskosningar 2024 | 9. nóvember 2024

Að sögn Karls Héðins Kristjánssonar, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, er helsta áhersluatriði flokksins að stuðla að mótun og myndun stofnana sem hafa getu til þess að beita sér fyrir hagsmunum almennings.

Að sögn Karls Héðins Kristjánssonar, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, er helsta áhersluatriði flokksins að stuðla að mótun og myndun stofnana sem hafa getu til þess að beita sér fyrir hagsmunum almennings.

„Þá erum við að tala um eitthvað eins og leigjendasamtök og óhagnaðardrifin byggingarfélög. Það er stefna okkar að liðka fyrir stofnun samvinnuhreyfinga og gera það svo að verkum að samvinnuhreyfingar geti fengið lán, það er mjög erfitt að fá lán núna sem samvinnuhreyfing. Þannig að við erum að stuðla að öðruvísi hagkerfi og í raun að reyna að byggja félagslegan grunn inn í þetta markaðshagkerfi,“ segir Karl Héðinn.

Karl Héðinn skipar annað sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á næstu dögum birt­ast á mbl.is viðtöl við alla odd­vita fram­boða í öll­um kjör­dæm­um lands­ins. Sú und­an­tekn­ing er gerð að þegar formaður flokks leiðir list­ann er næsti maður á lista tek­inn tali. Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti sósíalista í Reykjavík suður.

Opinber og ókeypis

Karl Héðinn segir sósíalista vilja hækka skatta. Einnig vilji þeir að öll heilbrigðisþjónusta verði opinber og ókeypis.

„Með aukinni einkavæðingu mun kostnaðurinn aukast á endanum af því að einhvers staðar þarf að draga út aukahagnað,“ segir Karl Héðinn.

mbl.is