Óréttlátt að hækka tekjuskatt

Alþingiskosningar 2024 | 9. nóvember 2024

Óréttlátt að hækka tekjuskatt

Að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, oddvita Samfylkingar í Reykjavík suður, snúast kosningarnar um að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, styrkja undirstöður heilbrigðiskerfis og velferðarþjónustu og auka verðmætasköpun.

Óréttlátt að hækka tekjuskatt

Alþingiskosningar 2024 | 9. nóvember 2024

Að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, oddvita Samfylkingar í Reykjavík suður, snúast kosningarnar um að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, styrkja undirstöður heilbrigðiskerfis og velferðarþjónustu og auka verðmætasköpun.

Að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, oddvita Samfylkingar í Reykjavík suður, snúast kosningarnar um að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, styrkja undirstöður heilbrigðiskerfis og velferðarþjónustu og auka verðmætasköpun.

Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt til að standa undir þessum verkefnum.

„Við teljum að það væru röng skilaboð inn í þessar kosningar og það væri óréttlátt að fara að biðja vinnandi fólk í landinu, biðja lágtekjuhópa og biðja millistéttina um að greiða hærri tekjuskatt,“ segir Jóhann Páll.

Hófstillt loforð

Því ætlar Samfylkingin að vera hófstillt í útgjaldaloforðum. „Við erum ekki að boða hérna eitthvert heljarstökk í átt að norrænu barnabótakerfi, eins og flokkurinn hefði kannski gert fyrir nokkrum árum.“

Þá vill Samfylkingin innleiða útgjaldareglu. „Eins og fjármálareglurnar eru núna þá hafa þær skapað ákveðinn freistnivanda fyrir stjórnmálamenn.“

Samfylkingin er Evrópusinnaður flokkur, en Jóhann Páll segir ýmis brýnni mál bíða en að fara í viðræður við ESB.

mbl.is