Sama orðræða um konur og í Klaustursmálinu

Alþingiskosningar 2024 | 14. nóvember 2024

Sama orðræða um konur og í Klaustursmálinu

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir kjósenda að vinna úr því hvort þeir taki gilda afsökunarbeiðni Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi fjölmiðlamanns og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Hún telur á brattann að sækja fyrir Þórð.

Sama orðræða um konur og í Klaustursmálinu

Alþingiskosningar 2024 | 14. nóvember 2024

Eva Heiða Önnudóttir, lektor í stjórnmálafræði við HR, segir á …
Eva Heiða Önnudóttir, lektor í stjórnmálafræði við HR, segir á brattann að sækja fyrir Þórð Snæ Júlíusson. Samsett mynd

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir kjósenda að vinna úr því hvort þeir taki gilda afsökunarbeiðni Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi fjölmiðlamanns og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Hún telur á brattann að sækja fyrir Þórð.

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir kjósenda að vinna úr því hvort þeir taki gilda afsökunarbeiðni Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi fjölmiðlamanns og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður. Hún telur á brattann að sækja fyrir Þórð.

Hún segir orðræðu Þórðar og manna í Klausturbarsmálinu af sama meiði þó að aðstaða þeirra hafi verið ólík þegar ummælin voru látin falla.

Á brattann að sækja fyrir Þórð 

„Það er kjósenda að vinna úr því hvort þeir taki þessari afsökunarbeiðni [frá Þórði]. Hann reyndi ekkert að snúa sig út úr þessu en engu að síður komu eftiráskýringar um að hann hefði verið ungur þegar hann lét ummælin falla. Því má segja að það sé á brattann að sækja fyrir hann að ná í þá kjósendur sem hann hefur mögulega misst,“ segir Eva Heiða.

Hún telur viðbrögð þingflokksins hafa verið rétt með því að viðurkenna alvarleika málsins. Hún segir að í hugum sumra sé ódýrt að benda á annan tíðaranda þegar gróf ummæli Þórðar voru látin falla í blogghópi sem var virkur á árunum 2004-2007. Í þeirra huga hafi svona orðræða aldrei verið í lagi.

„Það er hópur sem mun segja að þetta sé ófyrirgefanlegt og að þetta hafi aldrei mátt, en á hinn bóginn erum við með miklu minna umburðarlyndi fyrir þessu í dag en var á þessum tíma,“ segir Eva Heiða.

Ekki hægt að lesa í stöðu Þórðar á lista 

Spurð segir Eva ekki hægt að dæma um það af orðum Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins, hvort hún sé að íhuga stöðu Þórðar á lista flokksins. Kristrún sagði í færslu á Facebook að sér hafi liðið eins og hún hafi verið kýld í magann þegar hún las ummæli Þórðar.

„Mér fannst ekki hægt að meta hvort hún væri að hugsa af eða á með það,“ segir Eva um stöðu Þórðar á lista.

Sama slæma orðræðan  

Að sögn hennar hefur málið það sammerkt með Klaustursmálinu að orðræðan um konur er slæm. „Orðræðan sem var höfð uppi á Klausturbar og í þessu máli er svipuð, þ.e.a.s. þessi slæma orðræða um konur. Munurinn er sá að önnur orðræðan var fyrir nær tuttugu árum en Klaustursbarsmálið var hjá þingmönnum á tíma þar sem tíðarandinn var allt annar,“ segir Eva Heiða.   

mbl.is