„Það er sárt að svona fór“

Alþingiskosningar 2024 | 16. nóvember 2024

„Það er sárt að svona fór“

„Þetta er rétt ákvörðun vegna þess að þetta er hans ákvörðun,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingmaður um ákvörðun Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar að taka ekki sæti á þingi hljóti hann kjör.

„Það er sárt að svona fór“

Alþingiskosningar 2024 | 16. nóvember 2024

Dagbjört tók sæti á þingi í september í fyrra eftir …
Dagbjört tók sæti á þingi í september í fyrra eftir að Helga Vala Helgadóttir sagði af sér þingmennsku. mbl.is/Hákon

„Þetta er rétt ákvörðun vegna þess að þetta er hans ákvörðun,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingmaður um ákvörðun Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar að taka ekki sæti á þingi hljóti hann kjör.

„Þetta er rétt ákvörðun vegna þess að þetta er hans ákvörðun,“ segir Dagbjört Hákonardóttir þingmaður um ákvörðun Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar að taka ekki sæti á þingi hljóti hann kjör.

Dagbjört skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi alþingiskosningar. Þórður vermir þriðja sæti listans. Hljóti Þórður kjör í kosningunum eftirlætur hann Dagbjörtu þingsætið.

„Þetta er algjörlega hans ákvörðun og ég virði hana. Það er sárt að svona fór,“ segir Dagbjört.

Þá segir hún þessa kosningabaráttu ekki eiga snúast um einstaka frambjóðendur.

„Þessi barátta er miklu stærri heldur en einstaka frambjóðendur. Nú þarf þjóðin að einbeita sér að þeim málefnum sem skipta máli fyrir þessar kosningar, sem eru efnahagsmál, heilbrigðismál og kjaramál þjóðarinnar.“

mbl.is