Ríkisstjórnin leggur nýtt gjald á nikótínvörur

Alþingi | 18. nóvember 2024

Ríkisstjórnin leggur nýtt gjald á nikótínvörur

Nýtt gjald mun leggjast á nikótínvörur um áramótin. Þetta var staðfest á síðasta þingfundi kjörtímabilsins í dag þar sem ýmsar breytingar á lögum um skatta, gjöld o.fl. voru samþykktar.

Ríkisstjórnin leggur nýtt gjald á nikótínvörur

Alþingi | 18. nóvember 2024

Nikótínpúðar.
Nikótínpúðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt gjald mun leggjast á nikótínvörur um áramótin. Þetta var staðfest á síðasta þingfundi kjörtímabilsins í dag þar sem ýmsar breytingar á lögum um skatta, gjöld o.fl. voru samþykktar.

Nýtt gjald mun leggjast á nikótínvörur um áramótin. Þetta var staðfest á síðasta þingfundi kjörtímabilsins í dag þar sem ýmsar breytingar á lögum um skatta, gjöld o.fl. voru samþykktar.

Er þetta m.a. gert til að sporna við aukinni notkun meðal barna og ungmenna, að því er fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Innflytjendur og framleiðendur greiða

Leggst gjaldið á nikótínvörur, vökva í einnota rafrettum og vökva til áfyllingar fyrir rafrettur sem fluttar eru hingað til lands eða eru framleiddar hér á landi.

Þeir sem greiða gjaldið eru þeir sem flytja inn eða framleiða vörurnar.

Fjárhæð gjalds á vörur verður eftirfarandi:

  1. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 1 til og með 8 mg/g: 8 kr. á hvert gramm vöru.
  2. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 8,1 til og með 12. mg/g: 12 kr. á hvert gramm vöru.
  3. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 12,1 til og með 16 mg/g: 15 kr. á hvert gramm vöru.
  4. Nikótínvörur þar sem styrkur nikótíns er á bilinu 16,1 til og með 20 mg/g: 20 kr. á hvert gramm vöru.
  5. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda ekki nikótín: 40 kr. á hvern millilítra vöru.
  6. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12 mg/ml eða lægra: 40 kr. á hvern millilítra.
  7. Vökvar í einnota rafrettur og vökvar til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12,1 mg/ml eða hærra: 60 kr. á hvern millilítra vöru.
mbl.is