Maður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð nærri sendiráði Ísraels í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Þrír öryggisverðir særðust í árás mannsins.
Maður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð nærri sendiráði Ísraels í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Þrír öryggisverðir særðust í árás mannsins.
Maður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð nærri sendiráði Ísraels í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Þrír öryggisverðir særðust í árás mannsins.
Mohamed Momani, talsmaður jórdanskra stjórnvalda, lýsti atvikinu sem „hryðjuverkaárás“, og sagði árásarmanninn eiga langa sögu fíkniefnabrota.
Málið er nú í rannsókn og eru ástæður árásarinnar óljósar.
Árið 1994 undirrituðu Jórdanía og Ísrael friðarsamkomulag og hefur samband nágrannaríkjanna verið stöðugt.
Mótmæli hafa þó farið fram í Rabieh–hverfinu, þar sem ísraelska sendiráðið er, eftir að stríðið á Gasa hófst.