Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga funda nú með sáttasemjara.
Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga funda nú með sáttasemjara.
Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga funda nú með sáttasemjara.
Fundur hófst klukkan 10 í morgun og á að standa yfir til 16 samkvæmt skipulagi.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði við mbl.is í gær að lítið hefði þokast í kjaradeilunni í gær en fundi lauk á sjötta tímanum.
„Það væru mjög miklar ýkjur að segja að það hafi skotgengið því það gerðist náttúrulega ekkert óskaplega margt. En það er allavega þannig að við erum enn þá með plan sem hefur ekki verið breytt og við höldum áfram að feta okkur eftir þeim vegi. En sá vegur er bæði háll og myrkur,“ sagði Ástráður í gær.
Á laugardag varð verulegur framgangur í viðræðunum þegar deiluaðilar náðu að koma sér saman um viðræðugrundvöll, sem var lykilatriði svo samtalið gæti hafist fyrir alvöru.