Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hvatti í gær kjósendur Sjálfstæðisflokksins til þess að greiða ógild atkvæði með því að strika yfir nafnið hans, en hann er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hvatti í gær kjósendur Sjálfstæðisflokksins til þess að greiða ógild atkvæði með því að strika yfir nafnið hans, en hann er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hvatti í gær kjósendur Sjálfstæðisflokksins til þess að greiða ógild atkvæði með því að strika yfir nafnið hans, en hann er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Baldvin Jónsson athafnamaður hafði sett inn færslu á vegginn sinn síðdegis á laugardag og sagt þar:
„Nú má auka D vítamínið í eina viku. Taka eina töflu fyrir svefninn og eina áður en maður vaknar. XD“
Þessu svaraði Dagur og kvaðst dást að Baldvini fyrir seigluna, áður en hann gaf nokkur læknisráð:
„Minni þó mildilega á, svo vitnað sé til opinberrar vefsíðu. Of mikið af D-vítamíni getur leitt til aukinnar kalkupptöku úr meltingarveginum og jafnvel endurupptöku kalks úr beinum. Aukið kalkmagn í blóði getur haft í för með sér óeðlilegar kalkútfellingar í mjúkum vefjum, svo sem hjarta og lungum, og dregið þannig úr starfsgetu þeirra. Helstu einkenni eru vöðvaslappleiki, höfuðverkur, lystarstol, ógleði, uppköst og beinverkir. Bestu kveðjur í baráttuna.“
Því svaraði Magnús Rúnar Kjartansson á þennan veg, klukkan 4 aðfaranótt sunnudags:
„Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“
Þessum ummælum svaraði Dagur morguninn eftir, upp úr klukkan 11, og sagði:
„Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“
Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við mbl.is að atkvæði teljist ógilt ef kjósandi strikar yfir frambjóðanda á öðrum lista en hann sjálfur kýs.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ummælum Dags í morgun og spurði hvort að hann væri nokkuð að reyna að rugla fólk í ríminu og „stuðla að því að kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem setja X við D og strika yfir þig og gera þannig atkvæði sitt dautt og ógilt“.
Dagur svaraði því fyrir fáeinum klukkutímum og sagði að hann hefði nú aðeins verið að reyna að vera fyndinn.
Í kosningalögum segir að það sé minni háttar brot að gefa „út villandi kosningaleiðbeiningar“.
Fyrst var fjallað um ummæli dags á Vísi í morgun, en ekki vikið að því að ef kjósendur færu að ráðum Dags þá myndu atkvæðin falla dauð.
Rúmum klukkutíma síðar birti Vísir frétt þar sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kom því á framfæri að það myndi ógilda atkvæðið.