Hamas reiðubúið að semja um vopnahlé

Ísrael/Palestína | 27. nóvember 2024

Hamas reiðubúið að semja um vopnahlé

Hamas-samtökin eru reiðubúin að semja um vopnahlé á Gasasvæðinu að sögn háttsetts embættismanns hryðjuverkasamtakanna. Hann fagnar vopnahléi Ísraels og Hisbollah-samtakanna í Líbanon sem tók gildi síðastliðna nótt.

Hamas reiðubúið að semja um vopnahlé

Ísrael/Palestína | 27. nóvember 2024

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Hamas-samtökin eru reiðubúin að semja um vopnahlé á Gasasvæðinu að sögn háttsetts embættismanns hryðjuverkasamtakanna. Hann fagnar vopnahléi Ísraels og Hisbollah-samtakanna í Líbanon sem tók gildi síðastliðna nótt.

Hamas-samtökin eru reiðubúin að semja um vopnahlé á Gasasvæðinu að sögn háttsetts embættismanns hryðjuverkasamtakanna. Hann fagnar vopnahléi Ísraels og Hisbollah-samtakanna í Líbanon sem tók gildi síðastliðna nótt.

„Við höfum tilkynnt sáttasemjara í Egyptalandi, Katar og Tyrklandi að Hamas sé tilbúið að semja um vopnahlé og samning um að skiptast á föngum,“ sagði embættismaðurinn við AFP-fréttaveituna. Hann sakar hins vegar Ísraela um að koma í veg fyrir samning.

Í yfirlýsingu Hamas-samtakanna segir að samningur Ísraelsmanna og Hisbollah marki mikilvægan áfanga í því að brjóta niður blekkingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að endurmóta Miðausturlönd með valdi.

mbl.is