Setti vegabréfið í kjörkassann

Alþingiskosningar 2024 | 30. nóvember 2024

Setti vegabréfið í kjörkassann

Vegabréf fór óvart með ofan í kjörkassa á Kjarvalsstöðum í dag. Formaður yfirkjörstjórnar segir eigandann geta nálgast vegabréfið strax í fyrramálið.

Setti vegabréfið í kjörkassann

Alþingiskosningar 2024 | 30. nóvember 2024

Eigandi vegabréfsins getur nálgast það strax í fyrramálið.
Eigandi vegabréfsins getur nálgast það strax í fyrramálið. Samsett mynd

Vegabréf fór óvart með ofan í kjörkassa á Kjarvalsstöðum í dag. Formaður yfirkjörstjórnar segir eigandann geta nálgast vegabréfið strax í fyrramálið.

Vegabréf fór óvart með ofan í kjörkassa á Kjarvalsstöðum í dag. Formaður yfirkjörstjórnar segir eigandann geta nálgast vegabréfið strax í fyrramálið.

Spurður hvort algengt sé að aðrir hlutir en atkvæði skili sér ofan í kjörkassann svarar Heimir Örn Herbertsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, því neitandi.

„Í eina tíð þá laumuðu menn kannski bréfi með seðlinum sínum en það er nú eiginlega liðin tíð að maður sjái það.“

Kjósendur yrkja minna ofan í kjörkassa

Spurður hverju menn hafi verið að koma á framfæri í slíkum bréfum segir Heimir það kunna að hafa verið ýmislegt

„Eða þessar vísur sem menn voru að setja saman í eina tíð,“ segir Heimir.

Svo virðist því sem kjósendur yrki minna ofan í kjörkassana en hér áður fyrr.

Aðspurður segir hann atkvæðagreiðslu hafa gengið vel fyrir sig. Erfitt sé að segja hvenær fyrstu tölur liggi fyrir en búist sé við þeim í kringum miðnætti.

mbl.is