Samfylkingin með 27,7% í kjördæmi Kristrúnar

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Samfylkingin með 27,7% í kjördæmi Kristrúnar

Samfylkingin er með 28% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður miðað við fyrstu tölur og nær fjórum þingmönnum og bætir við sig tveimur þingmönnum frá því í síðustu kosningum. Flokkurinn var síðast með 12,6%.

Samfylkingin með 27,7% í kjördæmi Kristrúnar

Alþingiskosningar 2024 | 1. desember 2024

Oddvitar Samfylkingarinnar fagna á kosningavöku flokksins.
Oddvitar Samfylkingarinnar fagna á kosningavöku flokksins. mbl.is/Eyþór

Samfylkingin er með 28% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður miðað við fyrstu tölur og nær fjórum þingmönnum og bætir við sig tveimur þingmönnum frá því í síðustu kosningum. Flokkurinn var síðast með 12,6%.

Samfylkingin er með 28% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi norður miðað við fyrstu tölur og nær fjórum þingmönnum og bætir við sig tveimur þingmönnum frá því í síðustu kosningum. Flokkurinn var síðast með 12,6%.

Auk Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins og oddvita í kjördæminu nær Samfylkingin inn þeim Degi B. Eggertssyni og Þórði Snæ Júlíussyni, en Þórður hefur þó gefið út að hann muni ekki taka sæti á þingi. Fjórði á lista flokksins er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 18,7% og tvo þingmenn. Var flokkurinn áður með 20,9% en heldur þingmannafjölda sínum. 

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður kl. 00:45.
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður kl. 00:45. Graf/mbl.is

Viðreisn fær tvo þingmenn

Viðreisn tvöfaldar næstum því fylgi sitt og er með 15,8% og tvo þingmenn, en var í síðustu kosningum með 7,7% og einn þingmann. 

Flokkur fólksins nær einum þingmanni og 10,8% og hækkar sig úr 7,7% í síðustu kosningum. Það nægir þó ekki til að bæta við þingmanni. 

Miðflokkurinn mælist með 7,8% og bætir við sig þingmanni, en það er Sigríður Á. Andersen, oddviti flokksins í kjördæminu.

Miðað við þessar fyrstu tölur, þegar talin hafa verið 20.793 atkvæði, eru þetta þingmenn kjördæmisins.

Kjördæmakjörnir
  · Kristrún Frostadóttir (S)
  · Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  · Hanna Katrín Friðriksson (C)
  · Dagur Bergþóruson Eggertsson (S)
  · Ragnar Þór Ingólfsson (F)
  · Þórður Snær Júlíusson (S)
  · Diljá Mist Einarsdóttir (D)
  · Pawel Bartoszek (C)
  · Sigríður Á. Andersen (M)
Uppbótar  
  · Dagbjört Hákonardóttir (S)
  · Sigmundur Ernir Rúnarsson (S)

Lands­yf­ir­litið sem birt­ist nú bygg­ir að hluta á niður­stöðum úr skoðana­könn­un­um, þar til komn­ar eru at­kvæðatöl­ur úr öll­um kjör­dæm­um. Eft­ir að fyrstu töl­ur eru komn­ar úr öll­um kjör­dæm­um bygg­ir lands­yf­ir­litið ein­ung­is á þeim töl­um sem gefn­ar hafa verið upp af yfir­kjör­stjórn­um.

mbl.is